Jólahlaðborðið 2010

Glæsilegt  jólahlaðborð Réttarinnar og Veislurétta Múlakaffis verður haldið laugardaginn 20. nóvember og hefst hátíðin kl. 20.00 með fordrykk.
Lifandi tónlist undir borðum og á dansleik á eftir.
Jón Bjarnason Skálholtskantor sér um tónlistina og fjörið

Bókið ykkur sem allra fyrst - í fyrra seldist upp
Verð 6900 kr.

Bókanir í síma 6995500 eða í tölvupóst uthlid@uthlid.is

Jólahlaðborð Réttarinnar er einstök skemmtun sem enginn sannur gleðipinni má láta framhjá sér fara.

Matseðillinn er glæsilegri en gerist á öðrum jólahlaðborðum

Kaldir réttir:
Karrýsíld
Sinnepssíld
Marineruð síld með einiberjum og jólaákavíti
Heimalagaður grafinn lax með hunangs dill sósu
Rauðspretta með lauksultu, remúlaði og súrum gúrkum
Reyktur lax með piparrótarsósu
Stökksteiktur steinbítur með hvítlaukssósu
Taðreykt hangikjöt með uppstúf og laufabrauði
Léttsteiktar hreindýramedalíur með sesam sósu og blönduðum berjum
Kjúklingasalat með ferskum ávöxtum

Heitir réttir:
Léttsöltuð nautatunga í rauðvínssósu
Heimalöguð lifrakæfa með steiktum sveppum og beikoni

Steikur skornar af kokki:
Kryddhjúpaðar kalkúnabringur með villisveppasósu
Ekta dönsk purusteik
Gljáð jólaskinka með sætum ávöxtum og rauðvínssósu

Meðlæti:
Heimalagað rauðkál með jólakryddum
Sykurbrúnaðar kartöflur
Grænar baunir
Rúgbrauð og smjör
Eplasalat
Sætar kartöflur kryddaðar með fennel og garðablóðbergi

Eftirréttir:
Ris a la mandle með skógarberjasósu
Sherrytriffle með kirsuberjum og súkkulaði
Heimalöguð súkkulaðikaka með þeyttum rjómi

Dansleikur með skemmtilegu gleðibandi á eftir. Bókið sem allra fyrst, í fyrra seldist upp og eru hóparnir þegar farnir að bóka borð.

Verð 6900 kr.

Borðapantanir á uthlid@uthlid.is eða í síma 6995500

Fylgist með dagskránni í Úhtlíð á www.uthlid.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband