17.6.2008 | 17:00
Golfhátið í Úthlíð 28. júní
Dagskráin er eftirfarandi:
Golfmót:
Texas Scramble fyrirkomulag. Ræst úr 8-10 og 13 - 15. Einnig hægt að fá rástíma á föstudagskvöld í samráði við mótsstjórn.
Mótið er öllum opið. Bókanir á www.golf.is eða hjá Þorsteini í síma 891 6107
Golfkennsla:
Golfdrottningin Ragnhildur Sigurðardóttir margfaldur íslandsmeistari í golfi verður með golfkennslu. Skráning hjá Rúnari í síma 892 8313
Grillveisla og verðlaunaafhending:
Fordrykkur í Réttinni klukkan 20:00
Grillhlaðborð: Lambalæri, kjúklingabringur, drottningarskinka með piparsveppasósu, ferskt sumarsallat (röff af sjöttu braut), ristað ferskt grænmeti frá sunnlenskum bændum, soðbakaðar kartöflur með lauk og timian.
Veisluterta frá Reyni bakara og kaffi.
Glæsileg verðlaun, m.a. gjafabréf í golfferðir. Nándarverðlaun á par 3 brautum. Dregið úr skorkortum.
Dansleikur:
Hljómsveitin Disel heldur uppi stuðinu frá klukkan 23
Verð:
Aðeins 8000 kr. fyrir golfmót, grillveislu og ball.
Mót og matur eingöngu: 6000 kr.
Bara mót: 3000 kr.
Bara matur: 3500 kr.
Matur og ball: 5500 kr.
Næg tjaldstæði - sumarhús til leigu, bókanir í síma 699 5500
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2008 | 15:56
Fornbílaklúbburinn kemur í Úthlíð
Það er aðdáunarvert hversu vel þessum bílum er ennþá haldið við og gaman að svo stór hópur fólks skuli sjá um að varðveita þessar gömlu minjar. Ólíkt skemmtilegra en að hafa fornbíla eingöngu til sýnis á söfnum.
Eftir að hafa fengið súpu í Réttinni var ekið eftir Kóngsveginum niður að Úthlíðarkirkju þar sem Björn Sigurðsson bóndi sagði fornbílafólki frá staðháttum. Á þessum kafla frá Réttinni í Úthlíð og vestur á móts við fjósið er Kóngsvegurinn ennþá notaður sem bílvegur og er það líklega eini staðurinn þarna um slóðir sem svo er. Kóngsvegurinn var lagður frá Reykjavík austur um Þingvelli, Laugarvatn og að Geysi fyrir komu Friðriks VIII danakonungs til Íslands árið 1907.
Hægt er að lesa nánar um ferð Fornbílaklúbbsins að Úthlíð og skoða myndir úr ferðinni á vefsvæði þeirra hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2008 | 15:25
Úrslit í vormóti GÚ
Vormót GÚ fór fram laugardaginn 14. júní. Mótið heppnaðist mjög vel og tóku 42 keppendur þátt í því í blíðskaparveðri. Mótið var punktakeppni og veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki.
Sigurvegarar í karlaflokki voru:
Kristján Daníelsson, 40 punktar
Daníel Stefánsson, 40 punktar
Jón Yngvi Jóhannsson, 37 punktar
Sigurvegarar í kvennaflokki voru:
Hrönn Greipsdóttir, 36 punktar
Bryndís Fjóla Sigmundsdóttir, 34 punktar
Elín Agnarsdóttir, 33 punktar
Hægt er að skoða úrslitin í heild hér
...og hér eru fleiri myndir frá vormótinu og vinnudeginum.
Kristján og Daníel, Jón var farinn
Bryndís, Hrönn og Elín
Kristján og Hrönn
Bloggar | Breytt 2.7.2008 kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2008 | 19:58
Fyrsta golfmót sumarsins í Úthlíð
Um er að ræða vormótið árlega sem er punktakeppni þannig að allir eiga séns á að komast í verðlaunasæti. Veitt eru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki.
Mótið er öllum opið. Mótsgjald er 2500 kr.
Verðlaunaafhending í Réttinni Úthlíð í mótslok um kl 16. Ýmsir vinningar í boði, nándarverðlaun og skorkortaverðlaun.
Minnum fólk á að skrá sig á www.golf.is þar sem eru rástímar frá kl 9 til 11:20
Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn í síma 891 6107
Fylgist með á www.uthlid.is
Á myndunum hér á eftir eru sigurvergararnir á vormótinu í fyrra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2008 | 22:51
Hvítasunnuhelgin framundan
Grillið verður opið og kaldur á krananum.
Hvítasunnan er óvenjulega snemma á ferðinni í ár, en það er samt margt hægt að gera sér til skemmtunar í Úthlíð.
Laugardaginn 10. maí verður sýnt beint frá tímatökunni í F1 - kl. 11.45
Sunnudaginn 11. maí verður svo stórleikur í enska boltanum - kl 13.50
Wigan - Man Utd.
Grillið verður opið og kaldur á krananum.
Nú er líflegt að koma í fjárhúsin því þar eru blessuð lömbin að leika sér og eru gestir boðnir velkomnir í heimsókn.
Kirkjan verður opin fyrir alla þá sem vilja ganga til kirkju og biðja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 21:17
Ball og beinar útsendingar í Réttinni um hlegina
Núna er loksins hætt að snjóa í sveitinni og því fögnum við sumrinu og blásum í lúðra og höldum skemmtilegt ball með hljómsveitinni Stuðlabandinu.
Chelsea - Man. Utd. kl. 11. 30
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 22:41
Stolt okkar Úthlíðinga heiðraður
Það er sjaldgæft að einn og sami maðurinn innihaldi einstakar námsgáfur, glæsilegt útlit, kraftmikinnn metnað, hæfileika í tónlist og íþróttum, góðan húmor og ljúfa lund. Hann Sigurgeir Ólafs og Systuson er svo sterkur að hann nær að bera alla þessa góðu mannkosti og fer létt með það.
Frá Úthlíð berast kærar hamingjuóskir í Skagafjörðinn.
13 ungmenni fengu Hvatningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2008 | 14:33
Golf – Ganga – Reiðtúr – Pottur - Grill
Í sumar býður Ferðaþjónustan í Úthlíð skemmtilegan afþreyingarpakka fyrir fyrirtæki, fjölskyldur og vinahópa.
Fyrir kylfinga: Spilað golf á skemmtilegum 9 holu golfvelli sem hentar vel fyrir bæði byrjendur og lengra koma.
Fyrir göngufólk: Fjallganga með leiðsögn um fallegt umhverfi og stórkostlegri útsýn yfir Suðurland.
Fyrir hestamenn: Reiðtúr með fararstjóra á skemmtilegum reiðleiðum í Úthlíðarhrauni.
Á eftir: Slakað á í heita pottinum og svamlað í Hlíðalaug. Málin rædd á sundlaugarbarnum.
Endað á: Grillhlaðborði í veitingastaðnum Réttinni Úthlíð. Lamba- og kjúklingakjöt með meðlæti. Kaffi og sætindi á eftir.
- Allt þetta fyrir aðeins 4.500 kr. á mann -
Ofangreindu má blanda saman eftir áherslum í hverju tilviki. Bókanir, upplýsingar og frekari útfærslur í síma 699 5500 eða með því að senda tölvupóst á uthlid@uthlid.is.
Þá eru á staðnum tjaldstæði með rafmagni og möguleikar á gistingu í sumarhúsum.
Sjá nánar á www.uthlid.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2008 | 09:53
Félagsfundur Golfklúbbs Úthlíðar
Almennur félagsfundur GÚ var haldinn í Réttinni laugardaginn 22. mars. Fundurinn var vel sóttur og urðu góðar umræður um golfstarfið næsta sumar. Eftirfarandi upplýsingablað var lagt fram á fundinum:
Greiðsluseðlar verða sendir út fljótlega. Félagar eru hvattir til að greiða sem fyrst. Gjaldskrá 2008 er eftirfarandi:
- Hjónagjald, 36.000 kr.
- Einstaklingsgjald, 24.000 kr.
- Börn félagsmanna 16 ára og yngri, 8.000 kr.
- Stakt félagsgjald án vallargjalds, 7.000 kr.
- Gestakort félagsmanna, 22.000 kr fyrir tvo spilara og 16.000 kr. fyrir einn
Í sumar verður afgreiðsla vallargjalda í Réttinni eins og undanfarin ár. Allir spilarar eiga að bóka rástíma og skrá sig í rástímabók fyrir leik. Í Réttinni eru afhent skorkort og seldar helstu golfvörur.
Félagar sem ekki eru með skráð tölvupóstfang hjá klúbbnum eru beðnir um að senda það á golfuthlid@gmail.com . Klúbburinn notar tölvupóst mikið til upplýsingagjafar.
Bent er á heimasíðu Ferðaþjónustunnar í Úthlíð http://www.uthlid.is/ en þar eru upplýsingar um golfklúbbinn.
Mótaupplýsingar verða settar á http://www.golf.is/
Félagar ættu að fara yfir skráningu sína á http://www.golf.is/. Ef eitthvað er athugavert er hægt að hafa samband við Golfsambandið í síma 514 4050.
Ragnhildur Sigurðardóttir verður með golfkennslu 27. og 28. júní í tengslum við afmælismót klúbbsins.
Hirðing vallarins síðasta sumar gekk vel og hefur hann líklega aldrei verið jafn góður og mikið notaður. Vel tókst til að halda rækt í flötum með réttri fræjun og áburðargjöf. Starfsmenn hafa orðið góða reynslu af hirðingu vallarins og umgengni við vélar. Vélabilanir ollu nokkrum truflunum síðasta sumar og er nokkuð áhyggjuefni hversu óstöðugar þær eru í rekstri.
Markmið sumarsins varðandi framkvæmdir og hirðingu:
- Laga svæðið vinstra megin við 6. flöt og stækka glompuna
- Búa til sandgryfju við 7. flöt
- Lögð áhersla á frekari ræktun flata. Flatir verða gataðar og djúpfræjaðar í vor. Sandbornar (dressaðar) á vinnudegi í maí. Löguð og sléttuð svæði við flatir.
- Komið góðri rækt í nýja teiga og þeir sléttaðir
- Kannaðar leiðir til að slétta brautir, t.d. með völtun
- Bætt verður skeljasandi í allar glompur og þær kantskornar
- Borið verður á flatir á tveggja vikna fresti
- Flatir verða vökvaðar daglega í þurrkatíð
- Flatir verða yfirborðsfræjaðar amk. mánaðarlega
- Flatir verða slegnar að lágmarki fjórum sinnum í viku utan álagstíma. Á álagstíma frá 1. júlí til 10. ágúst verða flatir slegnar daglega. Flatir slegnar í 7-8mm fyrri og seinni part sumars en í 4-5mm yfir hásumarið
- Brautir og teigar verða slegnar amk. þrisvar í viku. Slegið í 12-14 mm.
- Röff verður slegið reglulega.
- Vinnudagur á vellinum verður í maí. Hann verður auglýstur síðar.
15 ára afmælismót GÚ verður þann 28. júní. Reynt verður að hafa mótið sem veglegast, flottir vinningar, matur verður eftir mótið og ball.
Félagar eru hvattir til þess að hafa augun opin varðandi það að afla styrktaraðila og vinninga fyrir mót. Tekjur golfvallarins standa mjög naumlega undir rekstri hans og því verður að hafa allar klær úti til að afla fjármagns.
Mótaskrá, sumarið 2008:
14. júní | Vormót | 18h. Punktakeppni | Opið |
28. júní | 15 ára afmælismót | Texas Scramble | Opið |
18-19 júlí | Meistaramót | 36h. Flokkar | Lokað |
3 ágúst | Barna- og unglingamót | 9h. Flokkar | Opið |
16. ágúst | Geirs- goða mótið | 18h. Höggleikur | Opið |
13. sept. | Bændaglíma | 18h. Mótanefnd | Lokað + gestir |
Nánari lýsingar eru á http://www.golf.is/ og þar verður skráning í öll mótin.
Stjórn GÚ 2008:
Formaður: | Þorsteinn Sverrisson, 891-6107, steinisv@yahoo.com |
Varaformaður: | Þráinn Hauksson, 860-7587, thrainn@t.is |
Ritari: | Helga Hilmarsdóttir, 896-6354, helga@netheimur.is |
Gjaldkeri: | Edda Erlendsdóttir, 893-4700, eddae@spron.is |
Mótanefnd og meðstjórnandi: | Bragi Agnarsson, 861-6796, bragia@internet.is |
Forgjafarnefnd: | Hjörtur Vigfússon, 699-6960, hjorturf@gmail.com |
Vallarnefnd: | Arnar Guðjónsson, 897 9471, arnarg@gmail.com |
Unglinganefnd: | Ólafía Pálsdóttir, olafiagp@simnet.is |
Framkvæmdastj. Hús- og aganefnd: | Rúnar Jón Árnason, 892-8313, ru@simnet.is |
Vallarstjóri: | Björn Þorsteinsson, 697-3093, bjozzi@gmail.com |
Bloggar | Breytt 6.4.2008 kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2008 | 19:23
Fjölmenni í píslahlaupi í Úthlíð
Hlaupið var hluti af hlauparöð Frískra Flóamanna, sem er hlaupahópur á Selfossi.
Í Úthlíð er margt fólk um páskana. Sundlaugin og veitingastaðurinn Réttin er opin. Bingó verður á morgun og messa á sunnudag. Þá eru fótboltaleikir sýndir á breiðtjaldi.
Myndir úr hlaupinu eru hér.
Og myndir af vef Frískra Flóamanna hér.
Bloggar | Breytt 23.3.2008 kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)