24.11.2008 | 19:54
Sagt frá Hitaveitu Hlíðamanna á CNN
Það er ekki á hverjum degi sem bóndi í Biskupstungum kemst í fréttirnar á CNN. Nýlega var fréttamaðurinn Jim Boulden á ferð hérlendis til að fjalla um umhverfisvæna orkugjafa. Hann heimsótti m.a. Gunnar Ingarvarsson bónda á Efri Reykjum, en eins og flestir vita þá kemur heita vatnið í Úthlíð úr borholu á þeirri jörð.
Í viðtalinu er sagt frá því að fyrir 20 árum var borað eftir heitu vatni á Efri Reykjum og nú sé vatnið nýtt til að hita sveitabýli og um 450 sumarbústaði í nágrenninu. Haft er eftir Gunnari að hann hafi í fyrstu ekki gert sér grein fyrir hinum gífurlegu möguleikum þessarar auðlindar, en mannkynið gæti lært af þessu hvernig megi nýta umhverfisvæna orku öllum til hagsbóta. Einnig er sagt frá því að jarðfræðingar telji að hægt sé að bora tvær jafn stórar borholur á Efri Reykjum sem mætti t.d. nýta til að framleiða raforku. Gunnar sagðist ekki vera viss um hvort farið yrði í þá framkvæmd.
Eins og margir vita þá réðust framsýnir bændur í Biskupstungum í borun eftir heitu vatni fyrir um 20 árum. Ásamt Gunnari var Björn í Úthlíð einn af aðal þátttakendum í þeirri framkvæmd. Orkuveita Reykjavíkur keypti hitaveituna fyrir nokkrum árum og rekur hana í dag.
Hægt er að skoða fréttini í heild með því að smella hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 21:44
Hér er matseðillinn og dagskráin fyrir 22. nóvember
Glæsilegt jólahlaðborð Veislurétta Múlakaffis verður haldið laugardaginn 22. nóvember og hefst hátíðin kl. 20.00 með fordrykk. Hér er matseðillinn og það er óhætt að segja að það kemur svo sannarlega vatn í munninn við að lesa hann. Lifandi tónlist undir borðum og á dansleik á eftir er í höndum Sigvalda og Gumma frá Selfossi. Bókanir ganga vel og því viljum við hvetja alla sem hafa í hyggju að koma og sletta úr klaufunum í Réttinni til að fara að safna saman liði og panta borð. |
Kaldir Réttir:
Síldarveisla með sneiddu rúgbrauði
Grafinn lax með hunangssósu
Eldreyktur silungur með chiveaioli
Sjávarréttasalat
Grafin villigæsabringa með ávaxtasultu
Léttsteiktar hreindýramedalíur
Taðreykt hangikjöt með laufabrauði
Heitir Réttir:
Gljáð jólaskinka með rauðvínssósu
Kryddhjúpaðar kalkúnabringur með villisveppasósu
Ekta dönsk svínarifjasteik
Heimalöguð lifrarkæfa með beikoni og ferskum sveppum
Eftirréttir:
Ris a la mandle með skógarberjasósu
Sherrytriffle með kirsuberjum og súkkulaði
Heitt eplapæ með vanilluís
Meðlæti:
Heimalagað rauðkál, sykurbrúnaðar kartöflur, uppstúf, grænar baunir, eplasalat, sætar kartöflur í fennel og timian
Já glæsilegt er það hjá Undrakokkinum og allt þetta kostar bara 6900 kr.
Ennþá eru einhver hús laus til leigu þessa helgi - nánar um það í síma 699 5500 eins og borðapantanirnar.
Fylgist með dagskránni á www.uthlid.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2008 | 19:40
Jólahlaðborð jólahlaðborðanna með villtu villibráðarívafi 22. nóvember
Jólahlaðborð með villibráðarívafi verður í Réttinni Úthlíð laugardaginn 22. nóvember
Jólahlaðborð með villibráðarívafi verður í Réttinni Úthlíð laugardaginn 22. nóvember.
Undrakokkurinn sjálfur Jóhannes Stefánsson laðar fram hátíðlega rétti
Skemmtileg stemmning á einstökum stað í óviðjafnanlegum félagsskap.
Lifandi tónlist og dans á eftir
Verð: 6900 kr.
Tryggið ykkur miða sem fyrst í síma 6995500 eða í tölvupósti á uthlid@uthlid.is fyrir 17. nóvember.
Fyrstur kemur fyrstur fær munið að Réttin er fljót að fyllast J
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2008 | 20:28
Loftmyndir Kjartans Péturs Sigurðssonar
Tók meðal annars hringmynd af svæðnu sem á eftir að setja saman. En þar sem að ég var á hraðferð, þá verður það að bíða betri tíma þar til ég kem og tek betri myndir og fyrir þá sem vilja skoða heimasíðuna hjá mér, þá er þetta slóðin á hana:
En svo er ég með 2 blogg sem getur verið gaman að lesa fyrir þá sem hafa gaman af ferðamennsku
En nýjustu myndirnar má svo sjá hér:
Alþingishúsið 2007 í nóv http://www.photo.is/07/11/1/
Ísafoldarferð suðurströnd http://www.photo.is/08/02/1/index.html
Norðurljós Hengill http://www.photo.is/08/02/3/index.html
Páskaferð 4x4 Vatnajökull http://www.photo.is/08/03/3/index.html
Þingvellir http://www.photo.is/08/03/4/index.html
Vatnajökull Hof í Öræfum http://www.photo.is/08/04/1/index.html
Selvdrive Ísafold Gullfoss http://www.photo.is/08/04/3/index.html
Ferð með Japani http://www.photo.is/08/04/4/index.html
Gönguferð á Hvannadalshnjúk http://www.photo.is/08/05/1/index.html
Ferð á Kárahnjúka Leiðsögumenn http://www.photo.is/08/05/4/index.html
Myndir HNLFÍ http://www.photo.is/08/05/5/index.html
Best regards,
Fjarskiptartæknifræðingur Electronic Eng. B. Sc.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2008 | 13:09
Sigrún Brá er hetja
Við í Úthlíð erum afar stolt af því að eiga eina fallega vinkonu á Ólympíuleikunum og finnst okkur mikið afrek af 18 ára unglingi að ná þessum flotta árangri.
Þetta sund fer svo sannarlega í reynslubrunninn hjá Sigrúnu sem á eftir að sýna okkur stóra hluti í framtíðinni. Er þar ekki síst hennar einstaka geðslag sem hefur komið henni í fremstu röð íþróttamanna á íslandi.
Til hamingju Sigrún með þann flotta árangur að hafa komist á Ólympíuleikana og að standast pressuna. Það eru margir sem láta sig dreyma um að komast á Ólympíuleika, en bara örfáir sem komast.
Sigrún Brá var langt frá sínu besta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2008 | 17:07
Högnhöfðagangan 2008 - Belgingur spáir björtu um helgina
Góðan dag gott fólk,
var að skoða www.belgingur.is sem er veðurvefur Háskóla Íslands og get ekki séð betur en að það verði bjart og hlýtt á Högnhöfðanum á laugardagsmorguninn.
Högnhöfðaganga
Högnhöfðinn er rúmlega 1000 metra hár og liggur eins og risastór högni í Úthlíðarhrauni og blasir við víða af Suðurlandi. Það er töluvert mikil áskorun að ganga á Höfðann, en flestir sprækir göngugarpar geta sigrast á honum.
Ferðatilhögun:
Lagt af stað frá Réttinni í Úthlíð kl.11.00 og eru þátttakendur hvattir til að mæta 15 20 mínútum fyrir áætlaða brottför.
Ekið er sem leið liggur inn Úthlíðarhraun, framhjá Kolgrímshól og inn í Högnhöfða. Vegurinn er ágætur jeppavegur og hefur nýlega verið verulega endurbættur. Ökuferðin tekur um 15 mínútur.
Þegar innúr er komið þá er bílum lagt og gengið af stað. Fyrst er gengið á Litlhöfðann, sem er framan í Högnhöfðanum og Brúarárskörð skoðuð. Svo er lagt á brattann og þeir sprækustu hlaupa upp á kattareyrun meðan hinir sem hægar fara leggja metnað sinn í að komast á tindinn.
Á toppi fjallsins er víðsýnt til allra átta og má sjá í 12 sýslur ofan hátindinum ef veður er gott.
Þegar komið er niður af fjallinu verður kærkomið að skella sér í heita pottinn í Hlíðarlaug og fá sér hressingu í Réttinni. Hamborgaramáltíð og bjór verður á tilboði fyrir göngufólkið. Næg tjaldstæði á staðnum.
Ég sendi tölvupóst á póstlistann þegar ég verð komin með örugga veðurspá. Þeir sem vilja slást í hópinn og ganga með okkur á Högnhöfðann eru velkomnir. Þeir sem hafa áhuga á að fá póst frá Úthlíð ættu að senda póst á uthlid@uthlid.is og biðja um að láta skrá sig á listann.
Gangan tekur allan daginn og því mikilvægt að vera í góðu formi og hafa með sér gott nesti.
Ef veðurspáin rætist ekki og það verður dumbungur eða þoka þá munum við að sjálfsögðu fella hana niður fyrirvaralaust, þannig að þegar þú göngugarpur góður vaknar á laugardagsmorguninn þá skatu fara inn á vef Veðurstofunnar, fletta upp veðrinu í Hjarðarlandi til að finna út hvort veður leyfir til fjallgöngu.
Fylgist með dagskránni í Úthlíð á www.uthlid.is
Bestu kveðjur,
Dísa, Úthlíð
Mynd tekin ofan af Högnhöfða 5. júní 2004. Þarna má sjá Hlöðufell, Kálfstind og fjær er Langjökull.
Ef áhugi er fyrir því að fá dagskrána senda í tölvupósti þá er best að senda tölvupóst á uthlid@uthlid.is og óska eftir skráningu á póstlistann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2008 | 10:57
Fjölskyldufjörið verður í Úthlíð um verslunarmannahelgina
KK og Maggi Eiríks á föstudagskvöld, krakkaball á laugardag og varðeldur um kvöldið ásamt stórdansleik með hljómsveitinni Dísil.
Á sunnudag verður krakkagolfmót og dansleikur um kvöldið.
Samkvæmt veðurvefnum http://belgingur.is/ er veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina frábær og því ekki ástæða til að fara annað en í Úthlíð.
Fjölskyldufólk er boðið velkomið á tjaldstæðin með fellihýsi, hjólhýsi, tjaldvagna og tjöld. Rafmagn er á tjaldstæðinu fyrir þá sem það þurfa.
Aldurstakmark 20 ár.
Föstudagur:
KK og Maggi Eiríks mæta á svæðið og halda létta tónleika kl. 22.00 í Réttinni.
Réttin er opin meðan stemmning leyfir, diskótek og bar eftir að tónleikum lýkur.
Laugardagur:
Réttin, sundlaugin og golfvöllurinn verða opin frá kl. 9.00
Rástímar í golf bókaðir í Réttinni.
Kl. 14.00 krakkaball í Réttinni
Börn á öllum aldri boðin velkomin að dansa við dúndrandistuðhljómsveitina Dísel.
Leikir og fjör
Kl. 22.00 Brekkusöngur við varðeld
Félagar úr Dísel mæta með gítarinn og stjórna fjöldasöng.
Aðrar óvæntar uppákomur í brekkunni.
Þetta er nú bara gaman.
Kl. 24.00 Stórdansleikur með hljómsveitinni Dísel
Hljómsveitin Dísel heldur uppi stuðinu í Réttinni alla nóttina
Sunnudagur:
Réttin, sundlaugin og golfvöllurinn eru opin frá kl. 9.00
Rástímar í golf bókaðir í Réttinni.
Kl. 16.00 Barna- og unglingagolfmót GÚ Mæting í Réttina kl. 15.30
skráning í mótið fer fram í Réttinni.
Að loknu móti verður verðlaunaafhending og er líka Pizzuveisla í Réttinni.
Kl. 23.00 Kappreiðaballið 2008
Fjörugt sveitaball eftir vel heppnaðar kappreiðar hestamannafélagsins Loga í Hrísholti.
Allir glaðværir og friðelskandi einstaklingar velkomnir í sveitina og er það einlæg ósk allra að á tjaldstæðinu verði góð stemmning og friður til svefns á nóttunni.
Fylgist með dagskránni á www.uthlid.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2008 | 23:43
Daltonar í Réttinni Úthlíð laugardagskvöld
Laugardagskvöldið 19. júlí mæta hinir einu sönnu Daltonar í Úthlíðina og verða með ball fram á morgun. Ballið hefst kl. 23.00 og verður "Gleðistund" fyrsta klukkutímann, þar sem tveir stórir bjórar af krana verða á verði eins.
Það er til mikils að vinna að mæta tímanlega á ballið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2008 | 11:33
Helgardagskráin í Úthlíð
Högnhöfðaganga og ball með kúrekabandinu Klaufunum laugardaginn 12. júlí Bolir og húfur frá GÚ til sölu Gleðistund í Réttinni kl. 17 18 Afgreiðslutíminn hjá Ferðaþjónstunni
Núna skartar sveitin okkar sínu fegursta, enda veðrið búið að vera frábært síðustu daga. Veðurspáin um helgina er nokkuð góð og teljum við líkur á að það viðri vel til Högnhöfðagöngu á laugardaginn.
Högnhöfðaganga
Högnhöfðinn er rúmlega 1000 metra hár og liggur eins og risastór högni í Úthlíðarhrauni og blasir við víða af Suðurlandi. Það er töluvert mikil áskorun að ganga á Höfðann, en flestir sprækir göngugarpar geta sigrast á honum.
Ferðatilhögun:
Lagt af stað frá Réttinni kl.10.00 og eru þátttakendur hvattir til að mæta 15 20 mínútum fyrir áætlaða brottför.
Ekið er sem leið liggur inn Úthlíðarhraun, framhjá Kolgrímshól og inn í Högnhöfða. Vegurinn er ágætur jeppavegur og hefur nýlega verið verulega endurbættur. Ökuferðin tekur um 15 mínútur.
Þegar innúr er komið þá er bílum lagt og gengið af stað. Fyrst er gengið á Litlhöfðann, sem er framan í Högnhöfðanum og Brúarárskörð skoðuð. Svo er lagt á brattann og þeir sprækustu hlaupa upp á kattareyrun meðan hinir sem hægar fara leggja metnað sinn í að komast á tindinn.
Á toppi fjallsins er víðsýnt til allra átta og má sjá í 12 sýslur ofan hátindinum ef veður er gott.
Þegar komið er niður af fjallinu verður kærkomið að skella sér í heita pottinn í Hlíðarlaug og fá sér hressingu í Réttinni. Hamborgaramáltíð og bjór verður á tilboði fyrir göngufólkið. Næg tjaldstæði á staðnum.
Klaufaball
Á laugardagskvöldið verður gleði- og sveitahljómsveitin Klaufarnir með skemmtilegt ball í Réttinni. Má búast við því að gleðin verði við völd þetta fallega sumarkvöld.
Bolir og húfur frá Golfklúbbi Úthlíðar
Golfklúbburinn hélt upp á 15 ára afmælið á dögunum og að því tilefni hefur klúbburinn látið framleiða golfboli og húfur með með merki klúbbsins.
Varningurinn er til sölu í Réttinni.
Bolurinn kostar 5900 kr. en ef keyptir eru tveir saman kosta þeir 10.000. Bolirnir eru að Slazenger gerð og eru úr sambærilegu efni og DryFit bolirnir frá Nike.
Merkt húfa kostar 1500 kr.
Rástímar á golfvellinum
Núna er háannatíminn og því mikilvægt að skrá rástímana inni í Rétti áður en lagt er í golfið. Rástímana þarf að skrá með því að koma við í Réttinni eða hringja í 4868770 eða 699 5500. Ekki er ennþá boðið upp á að bóka rástíma á golf.is.
Gleðistund í Réttinni alla daga kl. 17 18 og heitur matur í hádeginu
Maður er mannsgaman og því er gaman að hittast í Réttinni og taka einn léttan bjór í sumarblíðunni. Næstu vikur verður GLEÐISTUND í Réttinni alla daga kl. 17 18. Þá verða tveir bjórar af kran seldir á verði eins.
Það er því tilvalið að leggja leið sína í Réttina síðdegis og fá sér einn svalandi áður en grillið er tekið fram.
Í Réttinni er einnig hægt að fá heitan heimilismat í hádeginu. Jafnan er þar heit súpa með brauði og góður heitur matur. Alla daga er svo hægt að fá góðgæti af grillinu, pizzur, hamborgara og fleira léttmeti.
Afgreiðslutími og þjónustusími
Við opnum kl. 10.00 að morgni og stöndum vaktina til kl. 20.00 í Réttinni. Á þeim tíma er hægt að kaupa vallargjöld á golfvöllinn. Klúbbfélagar mega einir spila á Úthlíðarvelli á öðrum tímum, nema að áður hafi verið greitt fyrir vallargjöld. Sundlaugin er opin frá kl. 11.00 til kl. 18.00 alla daga vikunnar.
Við erum með þjónustusímann 6995500 og leggjum okkur í framkróka við að leysa úr öllum þeim vandamálum sem upp kunna að koma og við getum leyst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2008 | 20:49
Afmælismótið - úrslit og myndir
15 ára Texas Scramble afmælismót GÚ fór fram í góðu veðri en stekkingi þann 28. júni. Þátttakan var mjög góð og framar vonum, 104 keppendur luku leik. Ræst var út frá klukkan 8-10 og síðan frá 13-15.
Ragnhildur Sigurðardóttir var með golfkennslu og mættu um 40 manns til hennar.
Eftir mótið mættu keppendur til veislu í Réttinni þar sem fram fór verðlaunaafhending. Staða efstu para var eftirfarandi:
Hilmar og Kristján 37 punktar
Sigurður og Hafsteinn 37 punktar
Rúnar og Kristín 37 punktar
Óli og Dóri 36 punktar
Konráð og Þórunn 36 punktar
Hægt er að skoða allar myndir frá mótinu með því að smella hér.
Þorbjörn á Slappastöðum gaf
klúbbnum lengdarmælingabox
Rúnar á æfingarsvæðinu
Nokkrir keppendur eftir fyrri níu
Keppendur á fyrsta teig
Magnús Kristinsson var vel klæddur að vanda
Það var glaumur og gleði í veislunni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)