20.4.2009 | 17:49
Vorvindar glaðir ...
Núna eru Skarðavegur og Miðfellsvegur lokaðir allri um ferð vélknúinna ökutækja.
Úthlíðarvöllur er sífellt að taka við sér, völlurinn er blautur og viðkvæmur og verður því lokaður næstu tvær vikurnar nema fyrir klúbbfélaga í Golfklúbbi Úthlíðar.
Sjá nánar um fréttina á www.uthlid.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2009 | 21:28
Páskamyndir frá Úthlíð
Páskamyndirnar frá Úthlíð eru komnar á netið hérna.
Fylgist með á www.uthlid.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2009 | 17:25
Píslarhlaupið er komið til að vera
Það var ekki síst skemmtilegt að fyrst af öllum í mark var 13 ára stelpa, Aníta Hinriksdóttir. Mamma hennar, Bryndís Ernsdóttir var önnur. Aníta stakk ýmsa sterka hlaupagikki af og það er ekki spurning að hún er efni í mikinn hlaupara.
Eftir hlaupið var farið í heitu pottana í Hlíðalaug Úthlíð og síðan var boðið upp á súpu í Réttinni þar sem verðlaunaafhending fór fram.
Myndir verða settar inn fljótlega - fylgist með.
www.uthlid.is
Hlaupið við Geysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2009 | 09:36
Sumarfrí í Úthlíð
Það er tilvalið að taka sér frí í ÚT-HLÍÐ í sumar en sleppa því að fara til ÚT-LANDA.
Bjóðum t.d. eftirfarandi orlofsferðir:
Skemmtileg golf- og afþreyingarferð í Úthlíð - fyrir 8
Gist í nýjum lúxus orlofshúsum Gleðibungu eða Glæsibungu - 8 manna hús
Tvö sambærileg 130 fm2 orlofshús með yfirbyggðum heitum potti.
Í hvoru húsi eru 4 svefnherbergi með sér baði (sturtu) og sjónvarpi. Hjónarúm sem hægt er að taka í sundur og nota sem 2 stök rúm. Milli herbergjanna er sameiginlegt rými eða rúmgóð stofa, borðstofa ásamt fullbúnu eldhúsi. Með hvoru húsi fylgir gasgrill, sjónvarp, útvarp, sængur, koddar og allur borðbúnaður fyrir 10 manns.
Verð: 180.000 kr. vikan
Húsin eru einnig leigð út til skemmri tíma
Möguleiki á að bæta við gistingu fyrir börn og unglinga. Tilvalið fyrir stórar fjölskyldur og vinahópa.
Innifalið: ótakmarkað golf á Úthlíðarvelli fyrir 8 manns,
Aðgangur að sundlaug (Hlíðarlaug)
2 fyrir 1 af drykkjum og veitingum í Réttinni virka daga
Upplýsingar í síma 699 5500
Sjá nánar á www.uthlid.is
Fara frekar í orlofshúsin en á ströndina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2009 | 22:47
Páskadagskráin í Úthlíð er fyrir alla fjölskylduna
Stóra páskadagskráin
Á laugardag fyrir páska er hið geysivinsæla páskabingó, á föstudaginn langa minnumst við pínu og dauða Jesú krists með því að hlaupa, eða ganga á milli Geysis og Úthlíðar og á páskadag verður páskamessa í kirkjunni og messukaffi á eftir.
Við fylgjumst með beinum útsendingum í sjónvarpinu og reynum að skemmta okkur saman.
MIÐVIKUDAGUR 8. apríl: Opið frá kl. 11.00
Heitur matur í hádeginu - pantið daginn áður
Beint á Sýn2
MEISTARADEILD EVRÓPU
18.30 Liverpool - Chelsea
kaldur á barnum
FIMMTUDAGUR 9. apríl SKÍRDAGUR
Opið í Réttinni FRÁ kl. 12
Pottarnir við laugina opnir 11 - 16
Beint á Sýn
Augusta Masters
kaldur á barnum - veitingasalan opin, góðgæti og gos í sjoppunni
FÖSTUDAGURINN LANGI 10. apríl
Réttin opin FRÁ kl. 11
Pottarnir við laugina opnir 11 - 16
Píslarhlaup Frískra Flóamanna: komið saman við Réttina kl 13.45 og sameinast í bíla og ekið að Geysi. ( Tímataka)
Hlaupið af stað kl. 14.00 frá rásmarkinu við Geysi og hlaupið heim í Úthlíð. 10 km hlaup sem tekur á. Einnig hlaupið 5 km frá Múla
Nýjung: Kraftganga 10 km frá Geysi eða 5 km frá Múla
Heitur pottur súpa og brauð eftir hlaup.
LAUGARDAGUR 11. apríl
Réttin opin FRÁ kl. 11
11.35 Liverpool Blackburn
Pottarnir við laugina opnir 11 - 16
Kynningarfundur Golfklúbbs Úthlíðar í Réttinni kl. 11.00.
Farið yfir sumarstarfið.
kl 14.00 Páskabingó 2009
Mikið úrval af skemmtilegum vinningum og að sjálfsögðu fullt af páskaeggjum.
20.00 Augusta Masters
PÁSKADAGUR 12. apríl
Réttin opin FRÁ kl. 11
12.20 Aston Villa - Everton
14.50 Man City - Fulham
ÚTHLIÍÐARKIRKJA
Páskamessa í Úthlíðarkirkju kl. 17.00 Prestur sr. Egill Hallgrímsson
Jóhann Friðgeir syngur einsöng og Jónas Þórir spilar undir.
Messukaffi í Réttinni að lokinni athöfn í kirkjunni.
Kvöldvaka Jóhann tekur nokkrar hátíðlegar aríur í tilefni dagsins.
ANNAR PÁSKADAGUR 13. apríl
Réttin opin frá kl. 13
Sundlaug lokuð
Fylgist með dagskránni á www.uthlid.is
Þjónustusími og upplýsingar 699 5500 uthlid@uthlid.is
Sjáumst hress í sveitinni,
starfsfólk Ferðaþjónustunnar í Úthlíð
PS. þessi dagskrá getur breyst og því tilvalið að koma við í Réttinni og kíkja á stemmninguna.
Bloggar | Breytt 8.4.2009 kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2009 | 22:20
Messa í Úthlíðarkirkju fimmtudaginn 12. mars kl. 20.30
Sr. Axel Árnason sóknarprestur í Stóra Núpsprestakalli kemur í Úthlíðarkirkju ásamt kirkjukór og organista. Messan hefst kl. 20.30
Að lokinni messu verður haldið í Réttina þar sem góðgæti verður á borðum og þar gefst kærkomið tækifæri til að taka lagið með tónelskum Gnúpverjum og Skeiðamönnum.
Bloggar | Breytt 11.3.2009 kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2009 | 11:29
Glæsilegt þorrablót í Úthlíð
Að vanda sá þorrakóngurinn sjálfur Jóhannes Stefánsson um veitingarnar sem voru ósviknar. Veislustjórinn Guðni Ágústsson fór á kostum að venju, Úthlíðarkirkjubræður sungu og loks spilaði hljómsveitin Vírus fyrir dansi fram á nótt.
Hér eru myndir af blótinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 13:08
Kominn biðlisti á þorrablótið
Nú er sú staða komin upp að það er kominn biðlisti á þorrablótið sem verður haldið í Réttinni í Úthlíð laugardaginn 7. febrúar.
Ekki láta það aftra ykkur í því að skrá ykkur á blótið og hafið endilega samband við okkur í síma 6995500 eða á tölvupósti uthlid@uthlid.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 09:53
Góðar fréttir fyrir ferðaþjónustuna
Þetta eru stórgóðar fréttir fyrir alla aðila í ferðaþjónustu og fögnum við Úthlíðingar þessum fréttum.
Núna er bara að drífa í að setja auglýsingar um Ísland og ódýrt Ísland á Google leitarvélina og nýta þannig allar leiðir sem bjóðast.
Flestir sem ferðast byrja á því að afla sér upplýsinga um land og þjóð á Netinu. Við skulum taka okkur saman og vera jákvæð. Við vitum það flest að það er ennþá gott að búa á Íslandi og það er hvergi skemmtilegra að vera en hér.
Ísland eitt það heitasta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 09:53
Þorrablót 7. febrúar í Réttinni Úthlíð
Þorrablót Úthlíðar verður haldið í Réttinni
laugardaginn 7. febrúar og hefst kl. 20.00 með fordrykk.
Veislustjóri Guðni Ágústsson
Matur frá Múlakaffi
Söngsveinar Úthlíðarkirkju syngja
Úthlíðarannállinn í bundnu máli og myndum
Hljómsveitin Vírus heldur uppi fjörinu fram á nótt
Í fyrra seldist upp eins og undanfarin ár og viljum við hvetja ykkur til að hafa samband sem fyrst til að tryggja ykkur miða.
Skráning á uthlid@uthlid.is eða í síma 6995500
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)