13.1.2010 | 23:24
Þorrablót 6. febrúar
Þorrablót Úthlíðar verður haldið
laugardaginn 6. febrúar og hefst kl. 20.00 með fordrykk.
Veislustjóri: Er með sterka kjálka
Matur frá Múlakaffi
Söngsveinar Úthlíðarkirkju syngja
Úthlíðarannállinn í bundnu máli og myndum
Hljómsveit heldur uppi fjörinu fram á nótt
Í fyrra seldist upp eins og undanfarin ár og viljum við hvetja ykkur til að hafa samband sem fyrst til að tryggja ykkur miða.
Skráning á uthlid@uthlid.is eða í síma 6995500
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2010 | 22:15
Járninganámskeið og þorrablót
Námskeið í járningum verður haldið 30.-31. janúar 2010 í Úthlíð, Bisk.
Kennd verða helstu undirstöðu atriði viðvíkjandi járningum.
Kennari: Valdimar Kristinsson, aðstoðarkennari Leó Hauksson
Byrjar kl. 10.00
Námskeið hefst með fyrirlestri þar sem farið verður í innri gerð fóta og hófa, verkfæri, skeifur og alla verkþætti járningar.
Verkleg kennsla síðdegis laugardag og allan sunnudaginn.
Þátttakendur komi með járningaverkfæri og hross til að járna á námskeiðinu. Verkfæri verða til sölu á hagstæðu verði á námskeiðinu.
Þátttaka:
a) Full þátttaka,verkleg og bókleg - verð 22.000 kr.
Innifalið í því er hádegisverður báða dagana og molasopi.
b) Áhorfsþátttaka, bókleg og áhorf við verklega kennslu - verð 3000 kr.
með hádegisverði annan daginn 5.500 kr.
10.000 kr. staðfestingargjald við skráningu.
Skráning á námskeiðið er hjá Sigurði í Úthlíð í síma 691 2034 eða siggi@uthlid.is
Faglegar upplýsingar hja Valdimar 896 6753
Tilboð á gistingu 15% afsláttur
Dæmi: 5-7 manna sumarhús kr. 20.000 helgin, og 8 manna glæsihús kr. 42.500 helgin,
minnibjálkahús kr. 15.000 helgin.
Þorrablótið 2010 verður haldið í Réttinni laugardaginn 6. febrúar og hefst kl. 20.00 með fordrykk
- Matur frá Múlakaffi
- Söngsveinar Úthlíðarkirkju syngja
- Úthlíðarannállinn í bundnu máli og myndum
- Hljómsveitin Vírus heldur uppi fjörinu fram á nótt
Í fyrra seldist upp og viljum við hvetja ykkur til að hafa samband sem fyrst til að tryggja ykkur miða.
Skráning á uthlid@uthlid.is eða í síma 6995500
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2009 | 20:08
Áramótabrenna Úthlíðar
Við höfum sjaldan haft eins ríka ástæðu og nú að brenna í burtu gamla árið og fagna nýju ári og nýjum áratug.
Siggi bóndi í Úthlíð ætlar að kveikja í varðeldinum undir brekkunni á gamlársdag, strax að loknum Innlendum fréttaannál á RÚV.
Allir velkomnir að eldinum - en farið varlega því það gæti verið að álfarnir og huldufólkið komi úr Djáknanum og heilsi upp á mannfólkið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2009 | 22:08
Vel sótt jólamessa Úthlíðarkirkju
Jólamessa Úthlíðarkirkju var vel sótt og segja sumir að þessi messa hafi verið sú mest sótta í sýslunni núna um jólin. Alls mættu um 100 manns og nutu þess að syngja af hjartans list jólasálmana undir stjórn kantorsins í Skálholti, Jóns Bjarnasonar og hlýða á Guðs orð frá sr. Agli Hallgrímssyni sóknarpresti. Endaði messan með því að Egill kallaði alla krakkana upp að altarinu og sungu þau saman fallega kvæðið um ljósið og svo sungu allir kirkjugestir af miklum krafti Heims um ból, helg eru jól. Að messu lokinni var farið í Réttina og þar var veisluboð hið mesta og að sjálfsögðu fékk katorinn að taka í píanóið og spila undir fjöldasöng. |
Kærar þakkir fyrir komuna.
Fylgist með dagskránni á www.uthlid.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2009 | 14:03
Jólamessa Úthlíðarkirkju 27. desember kl. 16.00
27. desember, kl. 16.00 verður jólamessa Úthlíðarkirkju
Prestur sr. Egill Hallgrímsson
Samkoma og kirkjukaffi í Réttinni á eftir þar sem við tökum lagið með krökkunum og syngjum saman öll skemmtilegu jólalögin.
ATH áður var messan auglýst kl. 14.00 en hún verður kl. 16.00
Tilvalið að njóta veitinganna í Réttinni og láta eftir sér að sleppa eldamennskunni þetta kvöld.
Fylgist með dagskránni á www.uthlid.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2009 | 07:22
Aðventutónleikar Úthlíðarkirkju 16. des
Stjórnandi Karlakórs Selfoss er Loftur Erlingsson
sr. Hjálmar Jónsson sóknarprestur Dómkirkjunnar í Reykjavík mun lesa úr nýútkominni bóki sinni Hjartsláttur.
Léttar veitingar og jólaglögg.
12:35 Portsmouth - Burnley
14:45 Blackburn - Liverpool
Komið í sveitina og njótið aðventunnar í friðsælu umhverfi.
Orlofshús til leigu á góðu verði
Kær kveðja frá öllum í Úthlíð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2009 | 11:36
Vel lukkað jólahlaðborð
Er ekki miklu skemmtilegra að fjalla um það jákvæða sem gerist í sveitinni?
Á laugardaginn var stóð Ferðaþjónustan í Úthlíð fyrir glæsilegu jólahlaðborði í samstarfi við Veislurétti Múlakaffis. Var húsfyllir og mikið fjör á veislugestum.
Hinn landsþekkti skemmtikraftur Labbi í Mánum og Bassi sonur hans héldu svo uppi miklu dansfjöri fram á rauða nótt.
Skoða myndir frá jólahlaðborði
Núna fer aðventan í hönd og munum við halda létta og skemmtilega aðventukvöldvöku í byrjun desember. Hún verður auglýst nánar þegar nær dregur.
Jólamessa Úthlíðarkirkju verður haldin hátíðleg á þriðja í jólum, sunudaginn 27. desember, samkvæmt hefð. Að lokinni messu verður farið í Réttina og dansað í kringum jólatré og þar verður líka eitthvert góðgæti á borðum.
Tímasetning á messunni verður auglýst þegar nær dregur.
Yfir vetrarmánuðina er opið í Úthlíð allar helgar. Hægt er að leigja sumarhús og Réttina þar sem er góð aðstaða fyrir 100 manna veislur, skemmtanir, fundi og kóræfingar. Sjá www.uthlid.is
Fylgist með dagskránni á www.uthlid.is
Skráið ykkur á póstlistann og sendið póst á uthlid@uthlid.is
Varðandi innbrotið þá var farið inn í sundlaugarhúsið og nokkru stolið en sem betur fer var ekki miklum verðmætum stolið. Innbrot er harmleikur þeirra einstaklinga sem þurfa að leggjast svo lágt að ræna. Við sendum aðstandendum innbortsþjófanna okkar samúðarkveðjur.
Brutust inn í Úthlíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2009 | 19:10
Jólahlaðborðið í Úthlíð heppnaðist vel
Um 100 manns mættu á Jólahlaðborðið í Úthlíð í gær. Mikil stemming var í salunum og allir í góðu jólaskapi. Veitingarnar frá undrakokknum í Múlakaffi voru ekki af verri endanum. Labbi í Glóru spilaði undir borðum og svo fyrir dansi fram á nótt.
Myndir frá hlaðborðinu eru komnar í myndasafnið, sjá hér.
Yfir vetrarmánuðina er opið í Úthlíð allar helgar. Hægt er að leigja sumarhús og Réttina þar sem er góð aðstaða fyrir 100 manna veislur, skemmtanir, fundi og kóræfingar. Sjá www.uthlid.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2009 | 16:22
Verðum að gæta okkar á okrinu
Þetta eru aldeilis góðar fréttir fyrir ferðaþjónustuna. Nú er galdurinn að halda verðlaginu í lagi og gæta þess að skattar og skyldur fari ekki með góða samkeppnisstöðu okkar.
Mikill áhugi á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2009 | 13:41
Úthlíðarkirkja í Suðurprófastsdæmi sem er í Skálholtsprestakalli
Nú finnst mér Bleik brugðið að enginn verði StóraNúpspresturinn þar sem áður var hámenning íslensku kirkjunnar og flestir af mögnuðstu sálmum þjóðarinnar sennilega ortir þar.
Sr. Axel kom og messaði í Úthlíðarkirkju í fyrra og með honum var að sjálfsögðu fallegi kórinn. Ógleymanleg athöfn, frábær ræða hjá presti og söngurinn hjá kórnum hátíðlegur og fagur.
Þið vitið kannski ekki það sem Axel sagði: Sá sem er með lausa skrúfu hefur innri ró.
Nánari upplýsingar á www.uthlid.is
Samþykkt að sameina átta prestaköll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)