22.6.2010 | 16:32
Það er alltaf mikið fjör í Úthlíð
Þakka þér fyrir að nefna þetta ágæti félagi Árni Gunnarsson, það er allt að glæðast í ferðaþjónustunni.
Við í Úthlíð ætlum t.d. að halda glæsileg golfmót næstu tvo laugardaga.
Annarsvegar kvennagolfmót sem verður næsta laugardag. Glæsilegir vinningar í boði, veitingar í hálfleik, drykkur og verðlaunaafhending í Úthlíðarkirkju eftir leik.
Hinsvegar er Golfveisla Golfklúbbsins í Úthlíð sem verður haldin laugardaginn 3. júlí. Leikinn verður Texas Scramble og að loknu móti verður glæsilegur hátíðarkvöldverður, verðlaunaafhending og dans.
Skráning í mótin fer fram á www.golf.is og nánari upplýsingar eru á vef Ferðaþjónustunnar í Úthlíð www.uthlid.is
Aukin bjartsýni ferðaþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2010 | 23:00
Það væri gaman að fá hann með á kvennagolfmótið
Konurnar í Golfklúbbnum í Úthlíð ætla að fagna sigri Graeme McDowell með því að halda glæsilegt kvennagolfmót á Úthlíðarvelli næsta laugardag.
Enn eru lausir rástímar - skráning á www.golf.is
McDowell vann Opna bandaríska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2010 | 21:07
Hjartastuðgolf næsta laugardag á Úthlíðarvelli
Glæsilegt kvennagolfmót verður haldið á Laugardaginn 26. júní
Skráning á www.golf.is
Fjöldi veglegra vinninga.
Allur ágóði af mótinu rennur til kaupa á hjartastuðtæki fyrir golfklúbbinn
Innifalið í verði: Golfmót, teiggjöf og drykkur eftir mót
Mæting í Réttina 15 mín. fyrir mót
Verðlaunaafhending eftir mót í Úthlíðrakirkju
Skorkortaverðlaun veitt þeim sem eru á staðnum
Verðlaun:
1.6. sæti eru verðlaunasæti
Nándar á 4. og 6. braut
Lengsta drive
Fjöldi skorkortavinninga
Gefendur vinninga eru m.a.:
Artica, Avon, Blend, Hármiðstöðin, Hreyfing, Kaaber, Lín design, Mínerva, Nana.is, Nostrum, NTC, Orginal, PFaff, Regatta, Rósa design, Verðlistinn
og fleiri og fleiri
Sjá auglýsingu í meðfylgjandi pdf skjali
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2010 | 18:38
Úrslit í vormóti GÚ
Vormót GÚ fór fram í ágætu veðri laugardaginn 12. júní. 48 keppendur luku leik. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni í karla- og kvennaflokki. Einnig nándarverðlaun karla og kvenna á báðum par 3 brautunum.
Karlaflokkur:
Goði Már Daðason, 40 punktar
Þórður Skúlason, 38 punktar
Þorsteinn Sverrisson, 38 punktar
Kvennaflokkur:
Hrönn Greipsdóttir, 35 punktar
Edda Erlendsdóttir, 35 punktar
Sigrún Hjaltalín, 32 punktar
Næst holu á 4. braut:
Sigrún Sigurðardóttir
Ólafur Sigurðsson
Næst holu á 6. braut:
Edda Erlendsdóttir
Magnús Kristinsson
Næstu mót hjá GÚ eru kvennmótið 26. júní og svo miðsumarmót (Textas Scramble) 3. júlí.
Sjá nánar á www.golf.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2010 | 08:31
Sveitaferð í apríl
Í Úthlíð er gaman að vera þegar vorið er að nálgast og lífið að vakna af vetrardvala. Trén fara að springa út og farfuglarnir skemmta jarðálfum með söng og flugæfingum. Það eru nú þegar fædd nokkur lömb og gaman fyrir börn og fullorðna að skoða þau.
Ferðaþjónustan í Úthlíð er með tilboð á gistingu til 30. apríl.
Smellið hér til að sjá tilboðið og skoða myndir af húsunum. Gerum einnig tilboð í veislur og afþreyingu fyrir stærri hópa. Sími 699 5500
Páskarnir eru að líða og það var ánægjulegt hversu margir heimsóttu okkur. Yfir 40 hlupu í píslarhlaupinu á föstudaginn langa og um 200 manns tóku þátt í páskabingói á laugardaginn.
Gerist vinir Úthlíðar á Facebook, skoðið myndir og fylgist með því sem er á döfinni.
www.facebook.com/uthlid
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2010 | 21:16
Glæsileg páskadagskrá í Úthlíð
Að venju er stórskemmtileg dagskrá hjá Ferðaþjónustunni í Úthlíð um páskana.
Þar er nú hafinn sauðburður og verður hægt að fá að skoða litlu
páskalömbin í fjárhúsinu alla dagana kl. 11 12 árdegis.
Helstu viðburðir:
MEISTARADELD EVRÓPU
30. mars kl. 18.30 Bayern Man.Utd.
31. mars kl. 18.30 Arsenal - Barcelona
FIMMTUDAGUR 1. apríl SKÍRDAGUR
Opið í Réttinni frá kl. 12
Opið í Hlíðarlaug Pottarnir opnir 12 - 16
Kaldur á barnum - veitingasalan opin, góðgæti og gos í sjoppunni
EVRÓPUDEILDIN Á SKJÁNUM Í RÉTTINNI
1. apríl kl. 18.55 Benfica - Liverpool
FÖSTUDAGURINN LANGI 2. apríl
Réttin opin frá kl. 11
Opið í Hlíðarlaug Pottarnir opnir 12 - 16
Kl. 13:00 Píslarhlaup Frískra Flóamanna: komið saman við Réttina kl 13.00 og
sameinast í bíla og ekið að Geysi. ( Tímataka)
Hlaupið af stað kl. 13.30 frá rásmarkinu við Geysi og hlaupið heim í
Úthlíð. 10 km hlaup sem tekur á.
5 km hlaup frá Múla
Ræsing frá Múla 13.30
Kraftganga 5 km ganga frá Múla
Heitur pottur súpa og brauð eftir hlaup.
Verð 1500 kr. súpa og brauð innifalið í verðinu
Sjá einnig á www.hlaup.is
Kl. 20.30 Úthlíðarkirkja - kvöldvaka í Réttinni á eftir
Karítur Íslands og Hilma Örn Agnarsson ásamt hörpu- og sellóleikara. Karíturnar eru ungar
söngkonur fæddar og uppaldar í Biskupstungum. Þær byrjuðu að syngja saman undir stjórn
Hilmars Arnar ungar að árum.
Réttin opin frá kl. 11
Beinar útsendingar frá Stöð2 sport
Opið í Hlíðarlaug Pottarnir opnir 12 16
Kl. 11.00 Kynningarfundur Golfklúbbs Úthlíðar í Réttinni
Farið yfir sumarstarfið.
kl 14.00 Páskabingó 2010
Mikið úrval af skemmtilegum vinningum og að sjálfsögðu fullt af
páskaeggjum.
Kaldur á barnum - veitingasalan opin, góðgæti og gos í sjoppunni
PÁSKADAGUR 4. Apríl
Úthlíðarkirkja: Páskamessa í Úthlíðarkirkju kl. 16.00 Prestur sr. Egill Hallgrímsson
Messukaffi í Réttinni að lokinni athöfn í kirkjunni.
ANNAR PÁSKADAGUR 5. apríl
Réttin opin frá kl. 13 -
Sundlaug lokuð
Bloggar | Breytt 26.3.2010 kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2010 | 21:32
5 day riding tour in Iceland
Experience the magnificent sights of Iceland on a guided 5 day riding tour to the glacier Langjökull and the Lake Hagavatn.
Price: 1.000 EUR per person
Duration: 5 days / 4 nights 3 riding days
Daily rides: 25 km
Riding skills: Good riding skills and a good physical condition
Accommodations: 2 nights in made up beds in Uthlid cottages and 2 nights in sleeping bag accommodation.
Number of participants: 6-12
Itinerary
Day 1 Arrival Day:
Transfer from Keflavik Airport to Uthlid
Dinner at Rettin Restaurant
Overnight stay at Uthlids beautiful cottages
Day 2:
08:00 oclock - Breakfast at Rettin Restaurant
Our guide introduces you to our horses
Lunch in Réttin
13:00 oclock The riding tour begins. The group leaves Uthlid and we ride for 25 km to lodge Mosaskardsskali at Lake Hagavatn
Dinner and evening entertainment
Day 3:
08:00 oclock - Breakfast at the Lodge
We ride through the highlands and go around Brekknafjoll Mountains, all the way to Lake Hagavatn and the glacier Langjökull
Lunch in the nature
16:00 oclock Arrival at the Lodge
Afternoon refreshment
Barbecue party and evening entertainment (sing-along with Icelandic farmers)
Day 4:
08:00 oclock - Breakfast at the Lodge
We ride back to Uthlid. Pleasant paths alternate with more difficult terrain
Lunch in the nature
(Eyfirðingaleid, Hellisskard, Hognhofdi, Bruararskord). Afternoon refreshment
18:00 oclock Arrival at Uthlid. We go to Hlidarlaug swimming pool. Dinner at Rettinn Restaurant. After dinner we go on a sightseeing tour to the Geysir Hot Spring area and Gullfoss Waterfall
Day 5:
Early breakfast
Transportation from Uthlid to Keflavik Airport
Included:
Ground transportation from Keflavík to Uthlid and from Uthlid to Keflavík
Full board is provided on the riding tour and at Uthlid
Rain wear, saddle gear and riding helmet
English speaking guide
Not included:
Individual travel insurance is not included in the tour price. We encourage our clients to obtain relevant travel insurance before visiting Iceland.
Flight to and from Iceland is not included
Minimum age for children is 15. The children have to be able to ride a horse on their own to participate in the tour.
For information send email to uthlid@uthlid.is or call +354 699 5500
See video here:
http://www.youtube.com/watch?v=3nqHmWrkL0I
Bloggar | Breytt 11.4.2012 kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2010 | 21:25
Neu: 5-tägige Reittour in Island
Entdecken Sie die beeindruckenden Sehenswürdigkeiten Islands auf einer 5-tägigen Reittour zu dem Gletscher Langjökull und dem Hagavatn-See.
Preis: 1.000 EUR pro Person
Dauer: 5 Tage / 4 Nächte - 3 Reittage
Tägliche Reitdistanzen: 25 km
Anforderungen: Gute Reitkenntnisse und gute körperliche Konstitution
Unterbringung: 2 Nächte in vorbereiteten Betten in Sommerhäusern der Farm Uthlid, 2 Nächte in Schlafsackunterkünften
Anzahl der Teilnehmer: 6 - 12
Freie Termine: 12. bis 16. Juli 2010
17. bis 21. August 2010
Reiseverlauf
1. Tag (Anreisetag):
Transfer vom Flughafen Keflavik zur Farm Uthlid
Abendessen im Restaurant Rettin
Übernachtung in einem der wunderschönen Sommerhäuser auf der Farm Uthlid
2. Tag:
08.00 Uhr - Frühstück im Restaurant Rettin
Unser Reitführer stellt Ihnen unsere Pferde vor.
Mittagessen im Restaurant Rettin
13.00 Uhr - Beginn der Reittour. Die Gruppe verlässt Uthlid und wir reiten die 25 km lange Strecke zur Lodge Mosaskardsskali am Hagavatn-See
Abendessen und Abendunterhaltung
3. Tag:
08.00 Uhr - Frühstück in der Lodge
Wir reiten durch das Hochland um die Brekknafjoll-Berge herum, den ganzen Weg zum Hagavatn-See und zum Langjökull-Gletscher
Mittagessen in der freien Natur
16.00 Uhr - Ankunft in der Lodge
Nachmittagserfrischung
Barbecue-Party und Abendunterhaltung (gemeinsames Singen mit isländischen Farmern)
4. Tag:
08.00 Uhr - Frühstück in der Lodge
Wir reiten zurück nach Uthlid. Angenehme Pfade wechseln sich mit anspruchsvollerem Gelände ab.
Mittagessen in der freien Natur
(Eyfirðingaleid, Hellisskard, Hognhofdi, Bruararskord). Nachmittagserfrischung
18.00 Uhr - Ankunft in Uthlid. Es besteht die Möglichkeit, im Schwimmbad Hlidarlaug zu baden. Abendessen im Restaurant Rettin. Nach dem Abendessen machen wir eine Sightseeing-Tour zum Geothermalgebiet um den Geysir und zum Gullfoss-Wasserfall
5. Tag:
zeitiges Frühstück
Transfer von Uthlid zum Flughafen Keflavik
Eingeschlossene Leistungen:
Transfer auf dem Landweg vom Flughafen Keflavik zur Farm Uthlid und zurück
Vollpension während der Reittour und in Uthlid
Regenkleidung, Sattelzeug und Reithelm
englisch-sprachiger Führer
Nicht eingeschlossen:
Individuelle Reiseversicherungen sind nicht im Reisepreis inbegriffen. Wir empfehlen den Abschluss von Reiseversicherungen vor Antritt der Reise nach Island.
Flug nach Island und zurück
Das Mindestalter für Kinder beträgt 15 Jahre. Kinder müssen, um an der Reittour teilnehmen zu können, ein Pferd selbstständig reiten können.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2010 | 15:45
Afslöppunar- og skemmtiferð í Biskupstungur
Ferðaþjónustan Úthlíð hefur skipulagt afslöppunar- og skemmtiferð sem er tilvalin fyrir alla þá sem vilja komast út úr daglegu rútínunni og gera eitthvað nýtt. Dagskrá: Þriðjudagur:
Komið að Úthlíð kl. 15.30 á þriðjudegi tekið á móti gestum með góðu kaffi.
Lyklaafhending og gestir koma sér fyrir í bústöðum.
kl. 20.00 kvöldverður
Kvöldvaka: Sagt frá lífi og starfi í Biskupstungum
Miðvikudagur:
Kl. 10.00 - Morgunverður
Kl. 11.00 gönguferð um Skyggnisskóg og næsta nágrenni
Kl. 13.00 hádegisverður
Kl. 14.00 helgistund í Úthlíðarkirkju
Kl. 15.00 kirkjukaffi í boði kirkjunnar
Slökun eftir kaffi t.d. farið í heitapottinn.
Kl. 20.00 kvöldverður í Réttinni
Kvöldvaka: Erindi Ketilbjarnarfjölskyldan og búsetusaga hennar í Biskupstungum næstu 300 ár jafnvel til þessa dags.
Fimmtudagur:
Kl. 10.00 morgunverður
Farið í göngutúr um nágrennið, heilsað upp á sauðfé og hross hægt að fara á hestbak.
Kl. 13.00 hádegisverður
Rútuferð um Biskupstungur farið að Geysi, Gullfossi, Bræðratungu, Hvítárbrúin nýja skoðuð, farið að Skálholti, komið við í gróðrastöð í Reykholti. Kaffi á Kaffi Kletti.
Kl. 20.00 kvöldverður í Réttinni
Kvöldvaka: farið með gamanmál, Úthlíðarbændur taka lagið. Opið hús og gestir velkomnir.
Föstudagur:
Kl. 10.00 morgunverður
Húsin kvödd
Kl. 12.00 hádegisverður og haldið heim á leið
Tilboð gildir dagana:2. 9. 16. 23. mars 6. og 13. apríl.
Verð: 24.900 kr. á mann
Hægt er að skoða gistihúsin á vefsíðu Úthlíðar
Nánari upplýsingar á www.uthlid.is eða í síma 6995500 / 8940610
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2010 | 14:38
Hestaferð frá Úthlíð að Hagavatni og Langjökli
Ferðaþjópnustan Úthlíð býður sumarið 2010 skemmtilegar 3 daga hestaferðir frá Úthlíð að Hagavatni og Langjökli. Leiðin er mjög fjölbreytt þar sem ferðast er um ægifagurt öræfalandslag, en einnig fetað á gömlum þingmannaleiðum svo sem Eyfirðingavegi, er lá um Hellisskarð til Þingvalla.
Miðum við að lágmarki 8 í ferð en einnig er möguleiki að skipuleggja ferðir með færra fólki.
Ferðatilhögun:
1. dagur Mæting í Úthlíð kl. 10.00
Hestarnir teknir og þátttakendur kynnast hestunum í reiðgerði með reiðkennara sem er fararstjóri í ferðinni.
Hádegisverður
Kl. 13.00 lagt af stað frá Úthlíð og riðið að Mosaskarðsskála, 25 km.
Nesti snætt á leiðinni
Kvöldverður og kvöldvaka að íslenskum sveitasið.
2. dagur morgunverður í skálanum
Riðið að Hagavatni og áfram meðfram vatninu allt að Nýjafossi, útfalli Hagavatns. Síðan er riðið niður með Leyifossi og Brekknfjöllum og að Mosaskarði þar sem gist er aðra nótt. Hér er fögur útsýn á Langjökul og Jarlhettur og margt áhugvert ber fyrir augu.
Nesti verður snætt á hádegi
Komið í skála um kl. 16.00 kaffi og afslöppun.
Grillveisla um kvöldið og lagið tekið.
3. dagur morgunhressing í skálanum
haldið til byggða og farið meðfram Lambahrauni, Kálfstindi og Högnhöfða að Brúará, með viðkomu í Hellisskarði og Brúarárskörðum, endað í Úthlíð. Hér er lengst af farið eftir grónum og mjúkum reiðgötum. Leiðin kallast Eyfirðingaleið. Nesti verður snætt á hádegi og síðdegishressing í Brúarárskörðum.
Endað í pottunum í sundlauginni í Úthlíð og með málsverði í veitingahúsinu Réttinni.
Ferðafólk heldur heim á leið.
Innifalið í pakkanum: Fæði, fararstjórn, hestar, hjálmar, reiðtygi, og gisting.
Ekki innifalið: Gestir þurfa að hafa með sér reið- og hlífðarfatnað.
Verð: 25.000 á dag - 3 daga fyrir þá sem koma beint í reiðtúrinn, 5 daga fyrir þá sem vilja gista í Úthíð.
Nánari upplýsingar og bókanir í síma 6995500 eða í tölvupósti uthlid@uthlid.is
Sjá myndband um ferðina hér:
http://www.youtube.com/watch?v=3nqHmWrkL0I
Bloggar | Breytt 11.4.2012 kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)