Texas Scramble golfmót GÚ og ball um kvöldið í Réttinni

golfari
Fjörið heldur áfram í Úthlíð en um næstu helgi:
Laugardaginn 11. ágúst verður Texas Scramble golfmót GÚ og um kvöldið verður skemmtilegur dansleikur með hljómsveitinni Karma (Labba í Mánum).

Verslunin og sundlaugin eru að vanda opin frá kl. 11.00 og Réttin er opin frá kl. 9.00

Eftir fjöruga verslunarmannahelgi er tilvalið að vinda ofan af sér og mæta á Texas Scramble golfmótið á Úthlíðarvelli.


Texas Scramble:
Rástímar eru kl. 9 - 11.30 og er skráning á www.golf.is
Í boði er fjöldi veglegra vinninga ásamt nándarverðlaunum og skorkortaverðlaunum.
Mótsstjórn hefur ákveðið að nota sameiginlega forgjöf / 3. Forgjöfin sem birtist inni á golf.is er ekki rétt leikforgjöf.


Ball með Karma í Réttinni:
Um kvöldið mætir hinn eini sanni Labbi frá Glóru í Réttina með hljómsveitna sína Karma og stýrir stuðinu fram á nótt.

Veðurspáin er að vanda frábær og allt eins og best verður á kosið til að gera góða sveitaferð eftirminnilega.

Fjallganga:
Þeir sem ekki vilja taka þátt í golfmótinu eru hvattir til að skella sér í létta en mjög gefandi fjallgöngu á Miðfell. Þá er gengið sem leið liggur upp Miðfellsveg sem liggur í gegn um sumarbústaðahverfið og þaðan áfram eins og slóðin liggur upp úr skóginum. Þegar komið er að rótum Miðfells sem liggja í átt að Bjarnarfelli er tilvalið að leggja á fjallið. Gangan á það er lauflétt en sérlega gefandi og má sjá í margar sýslur ofan af því.
Hægt er að fá kort yfir uppsveitir Árnessýslu í Hlíðarlaug og er gaman að hafa það með sér upp á "tindinn".

Þá er gaman að gera sér grein fyrir þeim fjöllum sem sjást.

Fylgist með dagskránni í Úthlíð á www.uthlid.is

 


Dagskráin um verslunarmannahelgina

Fjörið verður í Úthlíð að vanda um verslunarmannahelgina og vonum við að allir fjölskyldumeðlimir muni finna eitthvað við sitt hæfi.

Réttin, sundlaugin og golfvöllurinn verða opin alla helgina frá kl. 9.00 að morgni.
Hestaleigan opin föstudag og laugardag kl. 13 - 15

Árlegt krakkaball verður á laugardag og barna- og unglingagolfmót Golfklúbbsins á sunnudag, brekkusöngurinn er á sínum stað í dagskránni á laugardagskvöldið og síðast en ekki síst verða dansleikir bæði laugardags- og sunnudagskvöld með hljómsveitinni Dalton.

Verslunarmannahelgin 2007 – dagskrá
 
Föstudagur er fjördagur þegar allir mæta í skóginn og koma sér fyrir.
Fjölskyldufólk er boðið velkomið á tjaldstæðin með fellihýsi, hjólhýsi, tjaldvagna og tjöld. Rafmagn fyrir þá sem það þurfa.
Aldurstakmark 20 ár.
Réttin er opin meðan stemmning leyfir, diskótek og bar.
Hestaleigan opin kl. 13.00 - 15.00

Laugardagur:
Réttin, sundlaugin og golfvöllurinn verða opin frá kl. 9.00
Rástímar í golf bókaðir í Réttinni.
Hestaleigan opin kl. 13.00 - 15.00

Kl. 14.00 – krakkaball í Réttinni
Börn á öllum aldri boðin velkomin að dansa við dúndrandistuðhljómsveitina Dalton.
Aðgangseyrir 500 kr.
Grillaðar pylsur, Kappi og ís á 350 kr.
Leikir og fjör

Kl. 22.00 – Brekkusöngur með Daltonum
Félagar úr Dalton mæta með gítarinn og stjórna fjöldasöng.
Aðrar óvæntar uppákomur í brekkunni.
Þetta er nú bara gaman.

Kl. 24.00 – Stórdansleikur með hljómsveitinni Dalton
Hljómsveitin Dalton heldur uppi stuðinu í Réttinni alla nóttina – skógarbúar og aðrir sveitungar eru hvattir til að mæta í tjúttið.
Aldurstakmark á ball 20 ára.

Sunnudagur:
Réttin, sundlaugin og golfvöllurinn eru opin frá kl. 9.00
Rástímar í golf bókaðir í Réttinni.

Kl. 16.00 – Barna- og unglingagolfmót GÚ
Fyrir stráka og stelpur á aldrinum 7 - 16 ára. Keppt í aldursflokkum.
Skráning í mótið fyrirfram í Réttinni eða í síma 4868780.
Að loknu móti fer fram verðlaunaafhending og þá er líka Pizzuveisla a la Helga Skúla.
Verð 2000 kr.

Kl. 23.00 – Kappreiðaballið 2007
Fjörugt sveitaball eftir vel heppnaðar kappreiðar hestamannafélagsins Loga í Hrísholti.


Meistaramót Golfklúbbs Úthlíðar

Meistaramót Golfklúbbs Úthlíðar var haldið föstudaginn og laugardaginn 20 - 21 júlí.  Spilaðar voru 18 holur hvorn dag. Kylfingar voru almenn heppnir með veður þó svo að þeir sem spiluðu fyrri hringinn seinni part föstudagsins hafi lent í rigningu.  Á laugardaginn var blíðskaparveður og spilamennskan gekk vel.

Skráðír í mótið voru um 35 kylfingar og yfir 30 luku leik.  Keppt var í 3 flokkum karla og 2 flokkum kvenna.  Nýr klúbbmeistari kvenna var Hulda Guðbjörg Halldórsdóttir sem spilaði á 195 höggum.

umspil2007Í karlaflokki var hart tekist á um meistarasætið. Georg Júlíus Júlíusson og Jóhann Ríkharðsson voru efstir og jafnir á 165 höggum. Því fór fram umspil um fyrsta sætið þar sem spilaðar voru þrjár brautir, fyrsta, áttunda og níunda. Mikil spenna var í loftinu og fjöldi áhorfenda fylgdi keppendum eftir og klöppuð fyrir góðum höggum. Á fyrstu braut náðu báðir pari, á áttundu braut voru báðir á skolla og keppendurnir voru því jafnir fyrir síðustu brautina í umspilinu.  Þar lenti Georg í því að slá í vatnstorfæruna og missti þannig eitt högg sem leiddi til þess að hann varð að lúta í lægra haldi. Jóhann varð því meistari GÚ í áttunda sinn síðustu 10 ár.


Úrslit urðu annars sem hér segir:

1karlar20071. flokkur karla:
Jóhann Ríkharðsson, 165 högg
Georg Júlíus Júlíusson, 165 högg
Bragi Agnarsson, 170 högg
(Á mynd: Georg, Jóhann, Snorri Guðmundsson form. mótanefndar og Magnús Kristinsson fyrir hönd Braga Agnarssonar)




2karlar20072. flokkur karla:
Björgvin J. Jóhannsson, 194 högg
Magnús Guðmundsson, 196 högg
Þorsteinn Björgvinsson, 197 högg
(Á mynd: Magnús, Björgvin og Sigrún Þórsdóttir fyrir hönd Þorsteins)




3karlar20073. flokkur karla:
Þórður Skúlason, 201 högg
Róbert Ingi Ríkharðsson, 225 högg
Sigurbergur Magnússon, 247 högg
(Á mynd: Sigurbergur, Róbert og Þórður)







1konur20071. flokkur kvenna:
Hulda Guðbjörg Halldórsdóttir, 195 högg
Elín Agnardsóttir, 197 högg
Hildigunnur Halldórsdóttir, 203 högg
(Á mynd: Hildigunnur, Elín og Hulda)






2konur20072. flokkur kvenna:
Fríða Rut Baldursdóttir, 219 högg
Sigrún Sigurðardóttir, 226 högg
Elísabet Halldórsdóttir, 237 högg
(Á mynd Fríða, Sigrún og Inga Geirsdóttir fyrir hönd Elísabetar)





Hægt er að skoða fleiri myndir úr mótinu með því að smella hér.

Sjá einnig uppfærða heimasíðu GÚ, smella hér.  Þar er m.a. listi yfir alla klúbbmeistara frá upphafi.


Ball og fjör í Réttinni 14. júlí

Hljómsveitin Daltonar munu koma í Costa Del Úthlíð um helgina og halda uppi fjörinu í Réttinni fram á morgun.

Hljómsveitin er í fantastuði þessa dagana, flytur fjöruga balltónlist fyrir fólk á öllum aldri.

Strákarnir lofa brjáluðu stuði og þú mátt ekki missa af því! Það kostar aðeins 1500 krónur inn á ballið og aldurstakmark er 20 ár, enda ískaldur á krananum og hressleikinn í fyrirrúmi.

Láttu sjá þig því annað er glæpur!!

Fylgstu með dagskránni á www.uthlid.is

 


Veðursæld í Byskupstungum

Á costa del Úthlið var mikil sól og hiti í dag og þessu veðri er spáð áfram.  Tilvalið fyrir ferðamenn að koma í golf eða sund og fá sér síðan öl og hamborgara í Réttinni.
mbl.is 24 stiga hiti á Hjarðarlandi klukkan 18
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátíðarmessa í Úthlíðarkirkju á sunnudaginn

ÚthlíðarkirkjaUm næstu helgi verður hátíðlegur blær yfir öllu í Úthlíð.

Sunnudaginn 8. júlí verður liðið ár frá því að Úthlíðarkirkja var vígð.

Að því tilefni verður hátíðarmessa í kirkjunni kl. 14.00

Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sóknarprestur í Hraungerði messar
Organisti er Haukur Gíslason
Meðhjálpari veður Jónína Birna Björnsdóttir

Tvöfaldur kvartett Úthlíðarkirkju syngur.

Að lokinni messu verður kirkjukaffi í Réttinni.

Á laugardaginn verður brúðkaup í kirkjunni og veisla í Réttinni þar á eftir.

Öll afgreiðsla verður í sundlauginni þann dag.

Sundlaugin verður opin 10 - 21
Golfvöllurinn er opinn 10 - 22

Tjaldstæðin eru opin fyrir fjölskyldufólk sem vill koma í sveitasæluna og njóta kyrrðarinnar.

 Fylgist með dagskránni á www.uthlid.is


Enn meira sandfok

MarsDustStormLíklega er sandfokið á Mars enn meira en í Biskupstungum á laugardaginn.

Sjá frétt hér.
 

A major dust storm has developed on the red planet, blocking sunlight and prompting Mars mission managers to keep a close eye on it, SPACE.com has learned.

 

It is not known how large the storm might grow, but already it is thousands of miles across. If it balloons, as dust storms have done in the past, it could hamper operations of NASA's Mars rovers Spirit and Opportunity.


Himininn svartur - gífurleg losun á koltvísýringi

23062007Moldrokið í Úthlíð á laugardaginn var mest frá klukkan 9 um morguninn fram á miðjan dag. Hífandi rok var allan daginn og á tímabili sást varla í Högnhöfðann. Varla hefur komið dropi úr lofti undanfarnar tvær vikur og þegar hvessir svona mikið þyrlast m.a. fíngerður þurr jökulleir upp úr gamla Hagavatsbotninum. Fyrirhugað er að stífla Farið til þess að hækka yfirborð vatnsins.  Jafnvel hefur verið rætt um möguleika á lítilli virkjun í samhengi við það.  Meðfylgjandi mynd var tekin í Úthlíð á laugardaginn. 

Ljóst er að gífurlegt magn af koltvísýringi hefur losnað út í andrúmsloftið þennan dag úr sandi og jökulleir. Kannski meira en allur bílafloti landsins losar á einu ári.  Gaman ef einhver myndi reikna það út.
mbl.is Moldrok í Úthlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grillveisla á undan ballinu með Bleki og byttum

Grillveisla verður haldin í Réttinni í tengslum við glæsilegt vormót Golfklúbbsins í Úthlíð.
Pantið borð í síma 6995500 eða með því að senda tölvupóst á uthlid@uthlid.is

Á eftir veislunni verður skemmtilegur dansleikur með menningar- og stórhljómsveitinni Bleki og byttum.

Grillveislan hefst kl. 21.00 með fordrykk

Matseðill:
Grillhlaðborð að hætti Helgu Skúlu matráðs í Réttinni.
Þarna eiga flestir að fá eitthvað við sitt hæfi og verður grillið tekið til kostanna:
Lamb, kjúklingur, grænmeti og annað góðgæti verður grillað. Með þessu verður boðið upp á nokkrar gerðir af sallötum og sósum. Á eftir er svo ljúffengur eftirréttur og kaffi.



Dansleikur - Blek og byttur Kl. 23:00
Dansleikur með stórhljómsveitinni Blek og Byttur. Stendur fram á nótt.
Heyrst hefur af leynigestum, frægum stórstjörnum í íslensku poppi !!!!!
Verð 5500 krónur.
Skráning í matinn á uthlid@uthlid.is eða í síma 6995500.

Allir eru velkomnir í matinn og á ballið
Matur og ball kostar aðeins 4500 kr
Aðgangseyrir að dansleik er 1500 kr. og rennur til Kammerkórs Suðurlands.


Er 1. apríl - ég fer sko ekki í Kringluna :-)

Vá hvað þessi þjóð er skemmtileg! Þegar ég var að alast upp þá saumaði mamma á okkur systur tískuföt eftir sniðum sem hún fékk í Burdablöðunum.

Núna er greinilega lag hjá Vogue að bjóða efni á tilboði og Burda að draga fram gömlu sniðin til að sauma eftir.

Góða skemmtun í saumaskapnum.


mbl.is Saumavélar streyma út í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband