1.11.2007 | 15:27
Högnhöfði í Úthlíðarlandi
Mikill jarðskjálfti fannst í Úthlíð í morgun og segir Björn bóndi að honum hafi fundist kippurinn ekki minni en 17. júní kippurinn um árið. Hann var inni í Úthlíðarbænum og lék allt á reiðiskjálfi í húsinu.
Brúarárskörð eru milli Högnhöfða og Rauðafells og því þekkja margir göngugarpar fjallið. Höfðinn er rúmir 1000 metrar á hæð og er útsýn af honum ægifögur. Fjallið blasir við fyrir ofan Úthlíðarbæinn og má segja að hann rammi inn hina ægifögru fjallasýn sem sést svo vel þegar horft er til Úthlíðar.
Nánar á www.uthlid.is
Jarðskjálfti í nágrenni við Geysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2007 | 15:46
Réttarball í Réttinni á laugardaginn
Rétt er að fara í Réttina
Rétt er að taka lagið
Rétt við réttarstéttina
sem réttað var í um daginn.
Laugardaginn 6. október verður mikið um að vera í Úhtlíð. Þá koma smalar af fjalli og það verður réttarball í Réttinni með hljómsveitinni Tilþrif.
Veðurspáin er góð en spáð er sól og hita í sveitinni og því tilvalið að skella sér í góða fjallgöngu og njóta haustlitanna.
Réttarballið í Réttinn
Þá er komið að árlegu réttarballi í Réttinni og nú mæta allir. Hljómsveitin Tilþrif treður upp með nýja og kraftmikla söngkonu í borddi fylkingar. Hljómsveitin spilar hressilega balltónlist og má búast við miklu fjöri.
Aldurstakmark á ballið er 20 ár og er aðgangseyrir 1500 kr.
Leigubílar á staðnum pantið bíl í sími 6995500
Úthlíðarhraun smalað
Á föstudaginn verður riðið í Brekkurnar og árleg smalamennska á heimalöndum Hlíðabænda fer fram. Má búast við því að fátt fé verði á vegi smalanna þar sem engin kind var rekin til fjalla í vor.
Gefandi og lauflétt haustlitafjallganga í sólinni
Nú er rétti tíminn til að fara í skemmtilega fjallgöngu og njóta haustlitanna. Gangið sem leið liggur upp Miðfellsveg og þar upp úr sumarbústaðalandinu og haldið áfram meðfram vegslóðanum. Stefnan er tekin á Miðfell, litla fellið sem er mitt á milli Bjarnarfells og Högnhöfða. Fylgið slóðanum sem beygir til austurs í áttina að Bjarnarfelli og gangið með fram fjallinu í nokkra hríð þangað til slóðin liggur yfir tunguna sem liggur til suðurs frá fjallinu.
Þá er tilvalið að leggja í hann upp á fjallið. Þarna er greiðfært til uppgöngu því kjarrið er lágvaxið, eiginlega bara lyng. Þarna er falleg laut sem kallast Skjónulaut.
Þegar upp á fjallið er komið opnast ótrúleg ævintýraveröld skrýdd öllum litum jarðarinnar.
Já, Miðfell leynir á sér.
Það er dálítill galdur að finna sér leið niður af Miðfelli því að kjarrið er ótrúlega erfitt og mikill farartálmi. Svo koma gilin líka á óvart, það er lauflétt að koma sér í töluverð vandræði þar. En þau eru ekki beint þannig að fólk lendi í lífsháska, það var líka rætt um létta og skemmtilega göngu, en ekki krefjandi klungur.
Léttast er að fara niður sömu leið og upp var gengið. Einnig er tilvalið að fara niður af fjallinu að norðan og ganga svo meðfram fjallinu og til byggða.
Þetta er allt ávísun á ljómandi góða matarlyst.
Svo er aldrei skemmtilegra að fara á gott ball en eftir hressandi fjallgöngu.
Golfvöllurinn, sjoppan og Réttin verða opin alla helgina frá kl. 11. Það er vetrargjald í golf núna og kostar 1000 kr. fyrir gesti og gangandi.
Réttarsúpa á tilboði í Réttinni.
Fylgist með dagskránni á www.uthlid.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2007 | 13:33
Myndir frá messu og hagyrðingamóti
Myndir af messunni í Úthlíðarkirkju fimmtudaginn 23. ágúst og hagyrðingamótinu í Réttinni eru komnar á netið.
Smellið hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2007 | 11:18
Geirs goða mótið 2007 – Úrslit
Geirs- goða mótið er haldið árlega á Úthlíðarvelli. Það er kennt við Geir goða sem var fyrsta barnið sem fæddist í Úthlíð. Geir var nokkuð frægur maður og kemur nafn hans t.d. fyrir í Njáls sögu þar sem hann tók að sögn þátt í aðförinni að Gunnari á Hlíðarenda ásamt bandamanni sínum Gissuri í Hruna. Kona Geis var Halla og sigurvegar mótsins fá til varðveislu farandibikara með nöfnum þessara hjóna.
Í flokki karla án forgjafar sigraði Rúnar Geir Gunnarsson á 71 höggi og fékk til varðveislu Geis- goða bikarinn í eitt ár. Í örðu sæti var Eiríkur Guðmundsson á 73 höggum og í þriðja sæti var Guðjón Ármann Guðjónsson á 74 höggum. Eiríkur, sem hefur hampað titlinum síðustu fjögur ár varð að láta í minni pokanna að þessu sinni.
(Á mynd: Eiríkur, Guðjón og Rúnar)
Í kvennaflokki sigraði María Málfríður Guðnadóttir á 76 höggum sem er nýtt vallarmet. Í öðru sæti var Olga Lísa Garðarsdóttir á 93 höggum og í þriðja sæti handhafi Höllubikarsins síðasta ár Jórunn Pála Jónasdóttir á 95 höggum.
(Á mynd: María, Olga og Jórunn)
Í karlaflokki með forgjöf sigraði Jóhann Gunnar Stefánsson á 72 höggum, í öðru sæti var Vigfús Ólafsson einnig á 72 höggum og í þriðja sæti Valur Guðnason á 75 höggum.
(Á mynd: Jóhann, Vigfús og Valur)
Í kvennaflokki með forgjöf sigraði Sigrún Ingileif Hjaltalín á 72 höggum, í öðru sæti var Guðrún Ólafía Viktorsdóttir á 75 höggum og í þriðja sæti Hjördís Björnsdóttir á 79 höggum.
(Á mynd: Hjördís, Sigrún og Guðrún)
Bent er á að þeir sem hlutu verðlaun án forgjafar fnegu ekki verðlaun með fogjöf.
Hægt er að skoða fleiri myndir frá mótinu hérna !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 09:17
Geirs goða golfmótið á morgun - lausir rástímar
Töðugjaldamessan og hagyrðingakvöldið gekk afar vel í gær, en setið var í nánast hverjum stól í kirkjunni. Sr. Hjálmar Jónsson er náttúrulega alveg einstaklega hlýlegur og skemmtilegur prestur og flutti hann predikunina í bundnu máli. Sérstaklega var hann með merkilegan kveðskap þar sem lagt var út af boðorðunum 10. Halla Margrét Árnadóttir var sérstakur gestur messunnar og söng hún nokkra sálma meðal annars Faðir vor sem hún flutti af einstakri innlifun og glæsileika. Eftir messu var haldið upp í Rétt þar sem tekið var upp lauflétt hjal mest í bundnu máli. Margir góðir hagyrðingar voru á staðnum og einnig færir kvæðamenn. Einnig var aðeins hitað upp fyrir Tungnaréttir. Núna geta kylfingar farið að láta sig hlakka til, því Hjálmar spilaði golf í Úthlíð í tvær vikur í kringum verslunarmannahelgina og þá urðu til skemmtilegar vísur. Ekki þori ég að skrifa þær eftir minni, þótt ég muni þær nú næstum því en minnir að hending í vísunni um sjöundu braut hafi veri: Þar sem áður Skjalda skeit, Arnar skýtur boltum. Myndir og fleiri vísur væntanlegar inn á www.uthlid.is um helgina, vil minna ykkur á að enn eru fjölmargir lausir rástímar á Geirs goða golfmótið en vinnignarnir eru alveg glæsilegir. Skráning í mótið á www.golf.is Kær kveðja og þakkir fyrir komuna í gær.
Hér er ein góð vísa eftir Sigrúnu Haraldsdóttur
Göfugmennskan skín af skinni,
skörungur við fyrstu kynni.
Birta vorsins býr í sinni
Bjarnarins í Úthlíðinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 21:56
Geirs goða golfmótið 2007 - skráning stendur yfir
Ræst er út kl. 9:00 11:20. Keppendur eru beðnir um að bóka frekar rástíma snemma ef þeir koma því við. Skráning á www.golf.is
Nándarverðlaun verða veitt fyrir báðar par 3 brautirnar í karla- og kvennaflokki.
Ef keppendur eru jafnir ráða síðustu 9 holurnar. Ef þær eru jafnar ráða síðustu þrjár. Ef þá er jafnt ræður síðasta hola sem ekki er jöfn. Ef enn er jafnt skal varpa hlutkesti um sæti.
Nánari upplýsingar:
Snorri: 897-8841
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 18:12
Töðugjaldamessan í Úthlíð hefst kl. 20.00 á fimmtudagskvöldið
Töðugjaldamessa
Fimmtudaginn 23. ágúst kl. 20.00 verður messa í Úthlíðarkirkju þar sem sérstaklega verður þakkað fyrir einstaklega gott og gjöfult sumar. Prestur verður Sr. Hjálmar Jónsson.
Halla Margrét Árnadóttir söngkona verður á ferðinni í Úthlíð og syngur einsöng. Söngsveinar Úthlíðarkirkju leiða almennan messusöng, Hilmar Örn Agnarsson sér um undirspil.
Hagyrðingakvöld
Að guðþjónustu lokinni verður svo samkoma í Réttinni þar sem Hjálmar Jónsson mun stýra hagyrðingakvöldi. Má búast við því að skemmtilegar stökur muni líta dagsins ljós.
Eru hagyrðingar og aðrir sem hafa gaman af þjóðlegum fróðleik hvattir til að mæta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudaginn 23. ágúst kl 20.00 verður messa í Úthlíðarkirkju og að Guðþjónustunni lokinni verður hagyrðingakvöld í Réttinni. Helgina 23. - 26. ágúst verður töðugjaldahátíð í Úthlíð Töðugjaldamessa Hagyrðingakvöld Geirs goða golfmótið Á laugardaginn verður hið árlega Geirs goða golfmót á Úthlíðarvelli og tekist á um Geirs goða- og Höllubikarinn. Skráning á mótið er á www.golf.is Ball með Bjórbandinu Um kvöldið mætir svo Bjórbandið í Réttina og heldur uppi fjörinu fram á nótt. Bústaðir til leigu á www.uthlid.is
|
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 08:39
Rólegt í Úthlíð um helgina
Um helgina verður allt með kyrrum kjörum í Úthlíð, enda flestir að njóta skemmtunarinnar í Reykjavík að þessu sinni.
Golfvöllurinn verður að sjálfsögðu opinn, sundlaugin og Réttin en þar verður hægt að koma við og athuga hvort ekki sé eitthvað skemmtilegt á dagskrá SÝNar. Þetta er nú dálítið flókið eftir að þeir fóru að fjölga útsendingarrásum.
Heyðri í útvarpinu á dögunum að það næðust ekki allar rásir þarna uppfrá, þótt þjónustuverið hafi ekki frétt af því. En það stendur vonandi allt til bóta.
Bestu kveðjur og njótið dvalarinnar í Úthlíð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007 | 20:49
Myndir frá verslunarmannahelginni á sunnlenska
Ljósmyndari Sunnlenska Fréttablaðsins var í Úthlíð um verslunarmannahelgina.
Smellið hér til að skoða myndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)