Bridsmót í Úthlíð laugardaginn 31. mars

Laugardaginn 31. mars verður tvímenningskeppni í bridge í Úthlíð Biskupstungum. Dagskrá er eftirfarandi:
- Frá kl. 11:00, Keppendur mæta, koma sér fyrir og fara yfir sagnkerfin.
- Frá kl. 12:00, Boðið upp á súpu og brauð í Réttinni.
- Kl. 14:00, Keppni í tvímenningi hefst (kaffihlé um kl. 16:30)
- Kl. 19:00, Kvöldmatur (lambalærisveisla með desert) og verðlaunaafhending.
- Eftir kvöldmat: etv. rúbertu útsláttarkeppni og annað skemmtilegt. Barinn opinn.
- Sunnudagur kl. 10:00-11:00, Léttur morgunmatur í Réttinni.

Góð verðlaun og vinningar fyrir efstu sætin.

Verð:
- 6000 kr. fyrir mótsgjald og mat.
- 10.000 kr. fyrir mótsgjald, mat og gistingu.

Skráning á uthlid att uthlid.is eða í síma 891 6107 (Þorsteinn). Sendið fullt nafn ykkar og makkers. Og hvort þið þurfið gistingu.

Ath. stakir spilarar mega líka skrá sig og við pörum þá saman þegar nær dregur.

hand

Hvað er orsök og hvað er afleiðing

Merkilegar niðurstöður sem greiningardeild Aríonbanka kemur með varðandi ferðamannaiðnaðinn. Breytingin á gengi krónunnar hefur leitt til þess að Ísland verður þekkt í ferðabransanum sem hagstæður kostur þegar leggja skal land undir fót.

Leiðir það ekki af sér ferðamenn sem skoða hverja krónu velja ódýrt land til að heimsækja?


mbl.is Sparsamir ferðamenn sækja Ísland heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarnaball í Réttinni Úthlíð laugardagskvöld

Laugardaginn 27. ágúst verður haldin mikil hátíð í Úthlíð, en þá verður hið árlega Bjarnaball í Réttinni.

Gleðin hefst kl. 20.00 með veglegu grillhlaðborði og verða skemmtiatriði undir borðum til kl. 22.00 en þá hefst dansleikurinn þar sem tvær hljómsveitir stíga á svið og hinn landsfrægi Bjarni Sigurðsson frá Geysi verður heiðursgestur kvöldsins. Hljómsveitirnar: Stuðgæjar Garðar og Úlfar, Svenni Sigurjóns og félagar Sérstakur gestur kvöldsins: Bjarni Sigurðsson frá Geysi.

Skráning í matinn er hafin, en það er best að senda tölvupóst á uthlid@uthlid.is eða hringja í síma 6995500 og láta taka frá borð. Takið fram nafn, netfang (ef þið eigið það), síma og hversu margir vilja sitja saman við borð.

Verð: Grillhlaðborð og ball 5500 kr. (sama góða verðið og í fyrra)
          Bara ball 1500 kr.

Skráning í mat í síma 6995500 eða á tölvupósti: uthlid@uthlid.is

Sveitasælan: Réttin er opin frá kl. 9 alla daga vikunnar.
Golfvöllurinn er opinn kl. 9 - 20, skráning í rástíma og greiðsla flatargjalda er í Réttinni.

Síminn okkar er 699550


Mikið um að vera í sólinni: Trúbbi kl. 10 - 1 laugardags​kvöld, golfvöllur​inn, sundlaugin og hestaleiga​n opin - girnilegur grillseðil​l í Réttinni

Núna leikur veðrið við okkur í Bláskógabyggðinni, enda hásumar.
 
Um helgina verður mikið um að vera í Úthlíð og má búast við því að það verði fjöldi fólks í öllum húsunum í skóginum og þótt víðar væri leitað.

Á laugardagskvöld ætlar hann Sigurður Reynir að koma með gítarinn og skemmta okkur í Réttinni frá kl. 10 - 1 eftir miðnætti
Golfvöllurinn er opinn og viljum við hvetja alla sem ætla sér að spila golf til að koma í Réttina og bóka sér rástíma, eða hringja í þjónustusímann 6995500.
Sundlaugin er opin frá kl.11 - 20 um helgina og Réttin er opin frá kl. 9 - 1 eftir miðnætti.
Hestaleigan er opin og er mikilvægt að panta hesta fyrirfram svo þeir verði tilbúnir þegar þið mætið á staðinn.
Núna er vöruúrvalið í búðinni flott og ættu flestir að finna það sem þá vantar. Munið að það er hægt að fá allt á grillið og gasið líka, ef það fyllist allt af gestum og við erum að sjálfsögðu með sólarvörn ef hún gleymist.
 
Fylgist með dagskránni á www.uthlid.is og á http://www.facebook.com/uthlid
 
Góða skemmtun og kærar kveðjur frá öllum í Úthlíð

Opið kvennagolfmót 17. júní - glæsilegir vinningar í boði

Opna kvennamót GÚ verður haldið föstudaginn 17. júní - í fánalitunum.
Ræst verður út af öllum teigum kl. 14.00, spilaðar 18 holur.
Verðlaunaafhending í Réttinni að móti loknu, ásamt fordrykk og kvöldverði.
Konur hvattar til að mæta í fánalitunum

Matseðill:
Súpa,
lambakjötssalat að hætti Nigellu,
kaffi og konfekt á eftir.

Verðlaun:
1 - 3 sæti í punktakeppni
Besta skor
Nándarverðlaun á 4. og 6. braut
Lengsta teighögg af nýja teignum á 5. braut.
Besti búningurinn "í fánalitunum"
Glæsileg skorkortaverðlaun

Skráning á www.golf.is (ath rástímarnir í skráningunni verða notaðir til leiðbeiningar fyrir hollaskráninguna).


Sauðburður stendur sem hæst

Lambadrottningin 2011Það er fátt notalegra en að skella sér í bústað að vorlagi og hlusta á sumarið koma.

Nú hefur lömbunum fjölgað mikið og því tilvalið að koma í heismókn í fjárhúsið um helgina.

Erum með tilboð á gistingunni - helgarleigan fyrir hefðbundið hús 30.000 kr.og 45.000 kr. fyrir vikuna.
Kynnið ykkur tilboðin

Um næstu helgi verða beinar útsendingar frá leikjum í enska boltanum í beinni á Stöð2 sport og að sjálfsögðu verður Evróvision keppnin sýnd á stóraskjánum. Fjörið verður í Úthlíð um helgina.

Messa kl. 16.00 í Úthlíðarkirkju á páskadag

það er mikill fjöldi fjólks í Úthlíð og nágrenni um páskana og margir hafa lagt leið sína í Úthlíð.

Á morgun páskadag verður messa í Úthlíðarkirkju kl. 16.00 og eru allir velkomnir. Að messu lokinni verður að vanda messukaffi í Réttinni og þá verður lagið tekið að vanda.

 

 


mbl.is Bjarni 6 í Úthlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólamessan 27. desember kl. 18.00

Jólamessa Úthlíðarkirkju verður haldin mánudaginn 27. desember, á þriðja í jólum, klukkan 18.00
Prestur: Sr. Egill Hallgrímsson, Jón Bjarnason Skáholtskantór sér um orgelið og söngsveinar Úthlíðarkirkju syngja.
Að lokinni messu verður haldið í Réttina þar sem hægt verður að gæða sér á léttum veitingum og spjalla saman.
 
Kl. 20.00 hefst svo árleg og þónokkuð skemmtileg félagsvist. Við munum spila tvær umferðir og verður spilað upp á verðlaun í karla- og kvennaflokkum.
 
Bestu óskir um gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár.
Við þökkum kærlega fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða og hlökkum til að skemmta okkur með ykkur á næsta ári sem er afmælisár Ferðajónustunnar í Úthlíð.
 
Ykkar vinir í Úthlíð
 
Fylgist með dagskránni á www.uthlid.is

Jólamessa Úthlíðarkirkju 27. desember

Skírnarfonturinn á myndinni er fallegi skírnarfonturinn í Úthlíðarkirkju. Listakonan Rannveig Tryggvadóttir gerði skálina og fótinn undir hana smíðaði listasmiðurinn Guðmundur Magnússon smiður og smíðakennari við Flúðaskóla. Kristín Sigurðardóttir og hennar fjölskylda gaf fontinn til kirkjunnar við vígsluna.

Jólamessa Úthlíðarkirkju fer fram á þriðja í jólum, mánudaginn 27. desember. Nánari upplýsingar um tíma og dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

Gaman að heyra um ný og frumleg nöfn á börnum. Við höfum reyndar átt nokkrar Botníur í Úthlíð, ferfættar og botnóttar sem jafnan hafa gefið af sér góð afkvæmi.


mbl.is Botnía á mannanafnaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólahlaðborðið 2010

Glæsilegt  jólahlaðborð Réttarinnar og Veislurétta Múlakaffis verður haldið laugardaginn 20. nóvember og hefst hátíðin kl. 20.00 með fordrykk.
Lifandi tónlist undir borðum og á dansleik á eftir.
Jón Bjarnason Skálholtskantor sér um tónlistina og fjörið

Bókið ykkur sem allra fyrst - í fyrra seldist upp
Verð 6900 kr.

Bókanir í síma 6995500 eða í tölvupóst uthlid@uthlid.is

Jólahlaðborð Réttarinnar er einstök skemmtun sem enginn sannur gleðipinni má láta framhjá sér fara.

Matseðillinn er glæsilegri en gerist á öðrum jólahlaðborðum

Kaldir réttir:
Karrýsíld
Sinnepssíld
Marineruð síld með einiberjum og jólaákavíti
Heimalagaður grafinn lax með hunangs dill sósu
Rauðspretta með lauksultu, remúlaði og súrum gúrkum
Reyktur lax með piparrótarsósu
Stökksteiktur steinbítur með hvítlaukssósu
Taðreykt hangikjöt með uppstúf og laufabrauði
Léttsteiktar hreindýramedalíur með sesam sósu og blönduðum berjum
Kjúklingasalat með ferskum ávöxtum

Heitir réttir:
Léttsöltuð nautatunga í rauðvínssósu
Heimalöguð lifrakæfa með steiktum sveppum og beikoni

Steikur skornar af kokki:
Kryddhjúpaðar kalkúnabringur með villisveppasósu
Ekta dönsk purusteik
Gljáð jólaskinka með sætum ávöxtum og rauðvínssósu

Meðlæti:
Heimalagað rauðkál með jólakryddum
Sykurbrúnaðar kartöflur
Grænar baunir
Rúgbrauð og smjör
Eplasalat
Sætar kartöflur kryddaðar með fennel og garðablóðbergi

Eftirréttir:
Ris a la mandle með skógarberjasósu
Sherrytriffle með kirsuberjum og súkkulaði
Heimalöguð súkkulaðikaka með þeyttum rjómi

Dansleikur með skemmtilegu gleðibandi á eftir. Bókið sem allra fyrst, í fyrra seldist upp og eru hóparnir þegar farnir að bóka borð.

Verð 6900 kr.

Borðapantanir á uthlid@uthlid.is eða í síma 6995500

Fylgist með dagskránni í Úhtlíð á www.uthlid.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband