29.12.2009 | 22:08
Vel sótt jólamessa Úthlíðarkirkju
Jólamessa Úthlíðarkirkju var vel sótt og segja sumir að þessi messa hafi verið sú mest sótta í sýslunni núna um jólin. Alls mættu um 100 manns og nutu þess að syngja af hjartans list jólasálmana undir stjórn kantorsins í Skálholti, Jóns Bjarnasonar og hlýða á Guðs orð frá sr. Agli Hallgrímssyni sóknarpresti. Endaði messan með því að Egill kallaði alla krakkana upp að altarinu og sungu þau saman fallega kvæðið um ljósið og svo sungu allir kirkjugestir af miklum krafti Heims um ból, helg eru jól. Að messu lokinni var farið í Réttina og þar var veisluboð hið mesta og að sjálfsögðu fékk katorinn að taka í píanóið og spila undir fjöldasöng. |
Kærar þakkir fyrir komuna.
Fylgist með dagskránni á www.uthlid.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.