23.11.2009 | 11:36
Vel lukkað jólahlaðborð
Er ekki miklu skemmtilegra að fjalla um það jákvæða sem gerist í sveitinni?
Á laugardaginn var stóð Ferðaþjónustan í Úthlíð fyrir glæsilegu jólahlaðborði í samstarfi við Veislurétti Múlakaffis. Var húsfyllir og mikið fjör á veislugestum.
Hinn landsþekkti skemmtikraftur Labbi í Mánum og Bassi sonur hans héldu svo uppi miklu dansfjöri fram á rauða nótt.
Skoða myndir frá jólahlaðborði
Núna fer aðventan í hönd og munum við halda létta og skemmtilega aðventukvöldvöku í byrjun desember. Hún verður auglýst nánar þegar nær dregur.
Jólamessa Úthlíðarkirkju verður haldin hátíðleg á þriðja í jólum, sunudaginn 27. desember, samkvæmt hefð. Að lokinni messu verður farið í Réttina og dansað í kringum jólatré og þar verður líka eitthvert góðgæti á borðum.
Tímasetning á messunni verður auglýst þegar nær dregur.
Yfir vetrarmánuðina er opið í Úthlíð allar helgar. Hægt er að leigja sumarhús og Réttina þar sem er góð aðstaða fyrir 100 manna veislur, skemmtanir, fundi og kóræfingar. Sjá www.uthlid.is
Fylgist með dagskránni á www.uthlid.is
Skráið ykkur á póstlistann og sendið póst á uthlid@uthlid.is
Varðandi innbrotið þá var farið inn í sundlaugarhúsið og nokkru stolið en sem betur fer var ekki miklum verðmætum stolið. Innbrot er harmleikur þeirra einstaklinga sem þurfa að leggjast svo lágt að ræna. Við sendum aðstandendum innbortsþjófanna okkar samúðarkveðjur.
![]() |
Brutust inn í Úthlíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég vill bara biðjast innlegrar afsökunar á þessu atviki en það var aldrei áætlun okkar að brjótast þarna inn, en þið megið alveg ganga betur úr skugga um að húsið sé varið, það var þjófavarnarkerfi á staðnum en virkaði ekki,og ég held og ég fullyrði það að megnið af öllu þýfinu sem hvarf hafi komið sér eflaust til skila. :) En svona er lífið það er kreppa og það eru allir að reyna að lifa af, en eftir að hafa dúsað í fangaklefa í 14 tíma held ég að við lærum af reynslunni og við sendum aðstandendum Úthlíð afsökunnar á þessu atviki og við gerum þetta aaaaldrei aftur, alla vega ekki á þessum stað. "hehe djók" :) En allavega við gerum þetta aldrei aftur. :) Kær kveðja mennirnir þrír..
Ómar Daði Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.