30.7.2009 | 12:31
Verslunarmannahelgin í Úthlíð - Dagskrá
Sjá einnig www.uthlid.is
Föstudagur:
er fjördagur þegar allir mæta í skóginn og koma sér fyrir.
Fjölskyldufólk er boðið velkomið á tjaldstæðin með fellihýsi, hjólhýsi, tjaldvagna og tjöld. Aldurstakmark 20 ár.
Réttin er opin meðan stemmning leyfir.
Laugardagur:
Réttin, sundlaugin og golfvöllurinn verða opin frá kl. 9.00
Rástímar í golf bókaðir í Réttinni.
Kl. 16.00 - krakkaball í Réttinni (ATH EKKI KL 14:00)
Börn á öllum aldri boðin velkomin að dansa við dúndrandistuðhljómsveitina Dalton. Leikir og fjör. Aðgangseyrir 1000 kr.
Kl. 22.00 - Brekkusöngur með Dalton
Félagar úr Dalton mæta með gítarinn og stjórna fjöldasöng.
Aðrar óvæntar uppákomur í brekkunni.
Kl. 24.00 - Stórdansleikur með hljómsveitinni Dalton
Hljómsveitin Dalton heldur uppi stuðinu í Réttinni alla nóttina - skógarbúar eru hvattir til að mæta í tjúttið.
Sunnudagur:
Réttin, sundlaugin og golfvöllurinn eru opin frá kl. 9.00
Rástímar í golf bókaðir í Réttinni.
Kl. 16.00 - Barna- og unglingagolfmót GÚ
Mæting í Réttina kl. 16.00
skráning í mótið fer fram í Réttinni. Verð 2000 kr.
Að loknu móti fer fram verðlaunaafhending og þá er líka Pizzuveisla.
Kl. 24.00 - Hestamannadansleikur með Stuðlabandinu
Eftir kappreiðar Hestamannafélagsins Loga verður fjörugur hestamannadansleikur í Réttinni. Hljómsveitin Stuðlabandið heldur uppi stuðinu alla nóttina
Athugasemdir
er eitthvað aldurstakmark á ballið sem er á laugardagskvöldinu ?
viktor (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.