10.4.2009 | 17:25
Píslarhlaupið er komið til að vera
Píslarhlaupið frá Úthlið að Geysi er komið til að vera. Það er engin spurning. Þetta er í fjórða skiptið sem hlaupið er haldið. Nú var reyndar einnig boðið upp á 5 km kraftgöngu frá Múla fyrir þá sem vildu fara hægar yfir.
Það var ekki síst skemmtilegt að fyrst af öllum í mark var 13 ára stelpa, Aníta Hinriksdóttir. Mamma hennar, Bryndís Ernsdóttir var önnur. Aníta stakk ýmsa sterka hlaupagikki af og það er ekki spurning að hún er efni í mikinn hlaupara.
Eftir hlaupið var farið í heitu pottana í Hlíðalaug Úthlíð og síðan var boðið upp á súpu í Réttinni þar sem verðlaunaafhending fór fram.
Myndir verða settar inn fljótlega - fylgist með.
www.uthlid.is
Það var ekki síst skemmtilegt að fyrst af öllum í mark var 13 ára stelpa, Aníta Hinriksdóttir. Mamma hennar, Bryndís Ernsdóttir var önnur. Aníta stakk ýmsa sterka hlaupagikki af og það er ekki spurning að hún er efni í mikinn hlaupara.
Eftir hlaupið var farið í heitu pottana í Hlíðalaug Úthlíð og síðan var boðið upp á súpu í Réttinni þar sem verðlaunaafhending fór fram.
Myndir verða settar inn fljótlega - fylgist með.
www.uthlid.is
Hlaupið við Geysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.