Glæsilegt þorrablót í Úthlíð

Thorri1Þorrablótið í Úthlið var að vanda mjög veglegt og skemmtilegt.  Alls mættu um 150 manns og Réttin var því kjaftfull.  Færri komust en vildu enda hefur þessi samkoma unnið sér sess í hjörtum fjölmargra sem koma þarna ár eftir ár til að gæða sér á þjóðlegum íslenskum mat og skemmta sér í góðra vina hópi.

Að vanda sá þorrakóngurinn sjálfur Jóhannes Stefánsson um veitingarnar sem voru ósviknar. Veislustjórinn Guðni Ágústsson fór á kostum að venju, Úthlíðarkirkjubræður sungu og loks spilaði hljómsveitin Vírus fyrir dansi fram á nótt.



Hér eru myndir af blótinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband