Sagt frá Hitaveitu Hlíðamanna á CNN

EfriReykirÞað er ekki á hverjum degi sem bóndi í Biskupstungum kemst í fréttirnar á CNN. Nýlega var fréttamaðurinn Jim Boulden á ferð hérlendis til að fjalla um umhverfisvæna orkugjafa.  Hann heimsótti m.a. Gunnar Ingarvarsson bónda á Efri Reykjum, en eins og flestir vita þá kemur heita vatnið í Úthlíð úr borholu á þeirri jörð.

Í viðtalinu er sagt frá því að fyrir 20 árum var borað eftir heitu vatni á Efri Reykjum og nú sé vatnið nýtt til að hita sveitabýli og um 450 sumarbústaði í nágrenninu. Haft er eftir Gunnari að hann hafi í fyrstu ekki gert sér grein fyrir hinum gífurlegu möguleikum þessarar auðlindar, en mannkynið gæti lært af þessu hvernig megi nýta umhverfisvæna orku öllum til hagsbóta. Einnig er sagt frá því að jarðfræðingar telji að hægt sé að bora tvær jafn stórar borholur á Efri Reykjum sem mætti t.d. nýta til að framleiða raforku.  Gunnar sagðist ekki vera viss um hvort farið yrði í þá framkvæmd.

Eins og margir vita þá réðust framsýnir bændur í Biskupstungum í borun eftir heitu vatni fyrir um 20 árum. Ásamt Gunnari var Björn í Úthlíð einn af aðal þátttakendum í þeirri framkvæmd.  Orkuveita Reykjavíkur keypti hitaveituna fyrir nokkrum árum og rekur hana í dag.

Hægt er að skoða fréttini í heild með því að smella hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband