Hér er matseðillinn og dagskráin fyrir 22. nóvember

Glæsilegt  jólahlaðborð Veislurétta Múlakaffis verður haldið laugardaginn 22. nóvember og hefst hátíðin kl. 20.00 með fordrykk.

Hér er matseðillinn og það er óhætt að segja að það kemur svo sannarlega vatn í munninn við að lesa hann.

Lifandi tónlist undir borðum og á dansleik á eftir er í höndum Sigvalda og Gumma frá Selfossi.

Bókanir ganga vel og því viljum við hvetja alla sem hafa í hyggju að koma og sletta úr klaufunum í Réttinni til að fara að safna saman liði og panta borð.
Síminn okkar er 6995500 - einnig er hægt að senda tölvupóst í uthlid@uthlid.is

Kaldir Réttir:

Síldarveisla með sneiddu rúgbrauði
Grafinn lax með hunangssósu
Eldreyktur silungur með chiveaioli
Sjávarréttasalat
Grafin villigæsabringa með ávaxtasultu
Léttsteiktar hreindýramedalíur
Taðreykt hangikjöt með laufabrauði

Heitir Réttir:

Gljáð jólaskinka með rauðvínssósu
Kryddhjúpaðar kalkúnabringur með villisveppasósu
Ekta dönsk svínarifjasteik
Heimalöguð lifrarkæfa með beikoni og ferskum sveppum

Eftirréttir:
Ris a la mandle með skógarberjasósu
Sherrytriffle með kirsuberjum og súkkulaði
Heitt eplapæ með vanilluís

Meðlæti:
Heimalagað rauðkál, sykurbrúnaðar kartöflur, uppstúf, grænar baunir, eplasalat, sætar kartöflur í fennel og timian

Já glæsilegt er það hjá Undrakokkinum og allt þetta kostar bara 6900 kr.

Ennþá eru einhver hús laus til leigu þessa helgi - nánar um það í síma 699 5500 eins og borðapantanirnar.

Fylgist með dagskránni á www.uthlid.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband