29.7.2008 | 10:57
Fjölskyldufjörið verður í Úthlíð um verslunarmannahelgina
KK og Maggi Eiríks á föstudagskvöld, krakkaball á laugardag og varðeldur um kvöldið ásamt stórdansleik með hljómsveitinni Dísil.
Á sunnudag verður krakkagolfmót og dansleikur um kvöldið.
Samkvæmt veðurvefnum http://belgingur.is/ er veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina frábær og því ekki ástæða til að fara annað en í Úthlíð.
Fjölskyldufólk er boðið velkomið á tjaldstæðin með fellihýsi, hjólhýsi, tjaldvagna og tjöld. Rafmagn er á tjaldstæðinu fyrir þá sem það þurfa.
Aldurstakmark 20 ár.
Föstudagur:
KK og Maggi Eiríks mæta á svæðið og halda létta tónleika kl. 22.00 í Réttinni.
Réttin er opin meðan stemmning leyfir, diskótek og bar eftir að tónleikum lýkur.
Laugardagur:
Réttin, sundlaugin og golfvöllurinn verða opin frá kl. 9.00
Rástímar í golf bókaðir í Réttinni.
Kl. 14.00 krakkaball í Réttinni
Börn á öllum aldri boðin velkomin að dansa við dúndrandistuðhljómsveitina Dísel.
Leikir og fjör
Kl. 22.00 Brekkusöngur við varðeld
Félagar úr Dísel mæta með gítarinn og stjórna fjöldasöng.
Aðrar óvæntar uppákomur í brekkunni.
Þetta er nú bara gaman.
Kl. 24.00 Stórdansleikur með hljómsveitinni Dísel
Hljómsveitin Dísel heldur uppi stuðinu í Réttinni alla nóttina
Sunnudagur:
Réttin, sundlaugin og golfvöllurinn eru opin frá kl. 9.00
Rástímar í golf bókaðir í Réttinni.
Kl. 16.00 Barna- og unglingagolfmót GÚ Mæting í Réttina kl. 15.30
skráning í mótið fer fram í Réttinni.
Að loknu móti verður verðlaunaafhending og er líka Pizzuveisla í Réttinni.
Kl. 23.00 Kappreiðaballið 2008
Fjörugt sveitaball eftir vel heppnaðar kappreiðar hestamannafélagsins Loga í Hrísholti.
Allir glaðværir og friðelskandi einstaklingar velkomnir í sveitina og er það einlæg ósk allra að á tjaldstæðinu verði góð stemmning og friður til svefns á nóttunni.
Fylgist með dagskránni á www.uthlid.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.