Helgardagskráin í Úthlíð

Hognhofdi-fra-BruaraHögnhöfðaganga og ball með kúrekabandinu Klaufunum laugardaginn 12. júlí – Bolir og húfur frá GÚ til sölu – Gleðistund í Réttinni kl. 17 – 18 – Afgreiðslutíminn hjá Ferðaþjónstunni

Núna skartar sveitin okkar sínu fegursta, enda veðrið búið að vera frábært síðustu daga. Veðurspáin um helgina er nokkuð góð og teljum við líkur á að það viðri vel til Högnhöfðagöngu á laugardaginn.

Högnhöfðaganga
Högnhöfðinn er rúmlega 1000 metra hár og liggur eins og risastór högni í Úthlíðarhrauni og blasir við víða af Suðurlandi. Það er töluvert mikil áskorun að ganga á Höfðann, en flestir sprækir göngugarpar geta sigrast á honum.
Ferðatilhögun:
Lagt af stað frá Réttinni kl.10.00 og eru þátttakendur hvattir til að mæta 15 – 20 mínútum fyrir áætlaða brottför.
Ekið er sem leið liggur inn Úthlíðarhraun, framhjá Kolgrímshól og inn í Högnhöfða. Vegurinn er ágætur jeppavegur og hefur nýlega verið verulega endurbættur. Ökuferðin tekur um 15 mínútur.
Þegar innúr er komið þá er bílum lagt og gengið af stað. Fyrst er gengið á Litlhöfðann, sem er framan í Högnhöfðanum og Brúarárskörð skoðuð. Svo er lagt á brattann og þeir sprækustu hlaupa upp á kattareyrun meðan hinir sem hægar fara leggja metnað sinn í að komast á tindinn.
Á toppi fjallsins er víðsýnt til allra átta og má sjá í 12 sýslur ofan hátindinum ef veður er gott.

Þegar komið er niður af fjallinu verður kærkomið að skella sér í heita pottinn í Hlíðarlaug og fá sér hressingu í Réttinni. Hamborgaramáltíð og bjór verður á tilboði fyrir göngufólkið. Næg tjaldstæði á staðnum.

Klaufaball
Á laugardagskvöldið verður gleði- og sveitahljómsveitin Klaufarnir með skemmtilegt ball í Réttinni. Má búast við því að gleðin verði við völd þetta fallega sumarkvöld.

Bolir og húfur frá Golfklúbbi Úthlíðar
Golfklúbburinn hélt upp á 15 ára afmælið á dögunum og að því tilefni hefur klúbburinn látið framleiða golfboli og húfur með með merki klúbbsins.
Varningurinn er til sölu í Réttinni.
Bolurinn kostar 5900 kr. en ef keyptir eru tveir saman kosta þeir 10.000. Bolirnir eru að Slazenger gerð og eru úr sambærilegu efni og “DryFit” bolirnir frá Nike.
Merkt húfa kostar 1500 kr.

Rástímar á golfvellinum
Núna er háannatíminn og því mikilvægt að skrá rástímana inni í Rétti áður en lagt er í golfið. Rástímana þarf að skrá með því að koma við í Réttinni eða hringja í 4868770 eða 699 5500. Ekki er ennþá boðið upp á að bóka rástíma á golf.is.

Gleðistund í Réttinni – alla daga kl. 17 – 18 og heitur matur í hádeginu
Maður er mannsgaman og því er gaman að hittast í Réttinni og taka einn léttan bjór í sumarblíðunni. Næstu vikur verður GLEÐISTUND í Réttinni alla daga kl. 17 – 18. Þá verða tveir bjórar af kran seldir á verði eins.
Það er því tilvalið að leggja leið sína í Réttina síðdegis og fá sér einn svalandi áður en grillið er tekið fram.
Í Réttinni er einnig hægt að fá heitan heimilismat í hádeginu. Jafnan er þar heit súpa með brauði og góður heitur matur.  Alla daga er svo hægt að fá góðgæti af grillinu, pizzur, hamborgara og fleira léttmeti.

Afgreiðslutími og þjónustusími
Við opnum kl. 10.00 að morgni og stöndum vaktina til kl. 20.00 í Réttinni. Á þeim tíma er hægt að kaupa vallargjöld á golfvöllinn. Klúbbfélagar mega einir spila á Úthlíðarvelli á öðrum tímum, nema að áður hafi verið greitt fyrir vallargjöld. Sundlaugin er opin frá kl. 11.00 til kl. 18.00 alla daga vikunnar.
Við erum með þjónustusímann 6995500 og leggjum okkur í framkróka við að leysa úr öllum þeim vandamálum sem upp kunna að koma og við getum leyst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband