17.6.2008 | 15:56
Fornbílaklúbburinn kemur í Úthlíð
Sunnudaginn 15. júni komu nokkrir félagar úr Fornbílaklúbbi Íslands akandi austur í Úthlíð. Það var tignarlegt að sjá þessa gömlu bíla koma í halarófu eftir veginum og upp brekkuna hjá Réttinni. Elstu bílarnir eru frá því um 1930 eða um 80 ára gamlir. Haraldur Ólafsson ferðafrömuður var fremstur í för á RE324. Haraldur var á árum áður vinnumaður í Úthlíð og á myndinni hér til hægri má sjá hann ásamt Birni bónda í einum gullvagninum.
Það er aðdáunarvert hversu vel þessum bílum er ennþá haldið við og gaman að svo stór hópur fólks skuli sjá um að varðveita þessar gömlu minjar. Ólíkt skemmtilegra en að hafa fornbíla eingöngu til sýnis á söfnum.
Eftir að hafa fengið súpu í Réttinni var ekið eftir Kóngsveginum niður að Úthlíðarkirkju þar sem Björn Sigurðsson bóndi sagði fornbílafólki frá staðháttum. Á þessum kafla frá Réttinni í Úthlíð og vestur á móts við fjósið er Kóngsvegurinn ennþá notaður sem bílvegur og er það líklega eini staðurinn þarna um slóðir sem svo er. Kóngsvegurinn var lagður frá Reykjavík austur um Þingvelli, Laugarvatn og að Geysi fyrir komu Friðriks VIII danakonungs til Íslands árið 1907.
Hægt er að lesa nánar um ferð Fornbílaklúbbsins að Úthlíð og skoða myndir úr ferðinni á vefsvæði þeirra hér.
Það er aðdáunarvert hversu vel þessum bílum er ennþá haldið við og gaman að svo stór hópur fólks skuli sjá um að varðveita þessar gömlu minjar. Ólíkt skemmtilegra en að hafa fornbíla eingöngu til sýnis á söfnum.
Eftir að hafa fengið súpu í Réttinni var ekið eftir Kóngsveginum niður að Úthlíðarkirkju þar sem Björn Sigurðsson bóndi sagði fornbílafólki frá staðháttum. Á þessum kafla frá Réttinni í Úthlíð og vestur á móts við fjósið er Kóngsvegurinn ennþá notaður sem bílvegur og er það líklega eini staðurinn þarna um slóðir sem svo er. Kóngsvegurinn var lagður frá Reykjavík austur um Þingvelli, Laugarvatn og að Geysi fyrir komu Friðriks VIII danakonungs til Íslands árið 1907.
Hægt er að lesa nánar um ferð Fornbílaklúbbsins að Úthlíð og skoða myndir úr ferðinni á vefsvæði þeirra hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.