Fyrsta golfmót sumarsins í Úthlíð

Fyrsta mót sumarsins á Úthlíðarvelli er á laugardaginn 14. júní. Veðurspáin er einstaklega góð og því ætti fólk ekki að bíða með að skrá sig.

Um er að ræða vormótið árlega sem er punktakeppni þannig að allir eiga séns á að komast í verðlaunasæti.  Veitt eru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki. 

Mótið er öllum opið. Mótsgjald er 2500 kr.

Verðlaunaafhending í Réttinni Úthlíð í mótslok um kl 16.  Ýmsir vinningar í boði, nándarverðlaun og skorkortaverðlaun.

Minnum fólk á að skrá sig á www.golf.is þar sem eru rástímar frá kl 9 til 11:20

Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn í síma 891 6107

Fylgist með á www.uthlid.is

Á myndunum hér á eftir eru sigurvergararnir á vormótinu í fyrra.

Vormot_2007_konur
Vormot_2007_karlar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband