7.5.2008 | 22:51
Hvítasunnuhelgin framundan
Réttin verður opin alla Hvítasunnuhelgina - Beint frá Formúlunni á laugardag og hörkuspennandi leikur í enska boltanum á sunnudag.
Grillið verður opið og kaldur á krananum.
Hvítasunnan er óvenjulega snemma á ferðinni í ár, en það er samt margt hægt að gera sér til skemmtunar í Úthlíð.
Laugardaginn 10. maí verður sýnt beint frá tímatökunni í F1 - kl. 11.45
Sunnudaginn 11. maí verður svo stórleikur í enska boltanum - kl 13.50
Wigan - Man Utd.
Grillið verður opið og kaldur á krananum.
Nú er líflegt að koma í fjárhúsin því þar eru blessuð lömbin að leika sér og eru gestir boðnir velkomnir í heimsókn.
Kirkjan verður opin fyrir alla þá sem vilja ganga til kirkju og biðja.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.