22.4.2008 | 21:17
Ball og beinar útsendingar í Réttinni um hlegina
Núna er loksins hætt að snjóa í sveitinni og því fögnum við sumrinu og blásum í lúðra og höldum skemmtilegt ball með hljómsveitinni Stuðlabandinu.
Leikir helgarinnar:
Á laugardaginn eru góðar útsendingar á Stöð 2 Sport:
Chelsea - Man. Utd. kl. 11. 30
Chelsea - Man. Utd. kl. 11. 30
Birmingham - Liverpool kl. 13.45
Ball með Stuðlabandinu
kl. 23.00 fer allt að gerast því þá mun hljómsveitin Stuðlabandið stíga á svið og þenja raddböndin og rífa fjörið upp í hæstu hæðir.
Aldurstakmark á ballið er 18 ár og aðgangseyrir 1500,-
Réttin er opin um helgar og er hægt að fá þar helstu nauðsynjar, mjólk, rjóma, sælgæti, gos og allt til ræstinga.
Einnig er gasið til sölu og það er alltaf hægt að fá einn kaldan með boltanum.
Látið boð út ganga og sendið þennan póst áfram til allra sem eru að fara í Úthlíð og nágrenni um helgina.
Bestu kveðjur frá öllum í Úthlíð
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.