24.3.2008 | 09:53
Félagsfundur Golfklúbbs Úthlíðar
Almennur félagsfundur GÚ var haldinn í Réttinni laugardaginn 22. mars. Fundurinn var vel sóttur og urðu góðar umræður um golfstarfið næsta sumar. Eftirfarandi upplýsingablað var lagt fram á fundinum:
Greiðsluseðlar verða sendir út fljótlega. Félagar eru hvattir til að greiða sem fyrst. Gjaldskrá 2008 er eftirfarandi:
- Hjónagjald, 36.000 kr.
- Einstaklingsgjald, 24.000 kr.
- Börn félagsmanna 16 ára og yngri, 8.000 kr.
- Stakt félagsgjald án vallargjalds, 7.000 kr.
- Gestakort félagsmanna, 22.000 kr fyrir tvo spilara og 16.000 kr. fyrir einn
Í sumar verður afgreiðsla vallargjalda í Réttinni eins og undanfarin ár. Allir spilarar eiga að bóka rástíma og skrá sig í rástímabók fyrir leik. Í Réttinni eru afhent skorkort og seldar helstu golfvörur.
Félagar sem ekki eru með skráð tölvupóstfang hjá klúbbnum eru beðnir um að senda það á golfuthlid@gmail.com . Klúbburinn notar tölvupóst mikið til upplýsingagjafar.
Bent er á heimasíðu Ferðaþjónustunnar í Úthlíð http://www.uthlid.is/ en þar eru upplýsingar um golfklúbbinn.
Mótaupplýsingar verða settar á http://www.golf.is/
Félagar ættu að fara yfir skráningu sína á http://www.golf.is/. Ef eitthvað er athugavert er hægt að hafa samband við Golfsambandið í síma 514 4050.
Ragnhildur Sigurðardóttir verður með golfkennslu 27. og 28. júní í tengslum við afmælismót klúbbsins.
Hirðing vallarins síðasta sumar gekk vel og hefur hann líklega aldrei verið jafn góður og mikið notaður. Vel tókst til að halda rækt í flötum með réttri fræjun og áburðargjöf. Starfsmenn hafa orðið góða reynslu af hirðingu vallarins og umgengni við vélar. Vélabilanir ollu nokkrum truflunum síðasta sumar og er nokkuð áhyggjuefni hversu óstöðugar þær eru í rekstri.
Markmið sumarsins varðandi framkvæmdir og hirðingu:
- Laga svæðið vinstra megin við 6. flöt og stækka glompuna
- Búa til sandgryfju við 7. flöt
- Lögð áhersla á frekari ræktun flata. Flatir verða gataðar og djúpfræjaðar í vor. Sandbornar (dressaðar) á vinnudegi í maí. Löguð og sléttuð svæði við flatir.
- Komið góðri rækt í nýja teiga og þeir sléttaðir
- Kannaðar leiðir til að slétta brautir, t.d. með völtun
- Bætt verður skeljasandi í allar glompur og þær kantskornar
- Borið verður á flatir á tveggja vikna fresti
- Flatir verða vökvaðar daglega í þurrkatíð
- Flatir verða yfirborðsfræjaðar amk. mánaðarlega
- Flatir verða slegnar að lágmarki fjórum sinnum í viku utan álagstíma. Á álagstíma frá 1. júlí til 10. ágúst verða flatir slegnar daglega. Flatir slegnar í 7-8mm fyrri og seinni part sumars en í 4-5mm yfir hásumarið
- Brautir og teigar verða slegnar amk. þrisvar í viku. Slegið í 12-14 mm.
- Röff verður slegið reglulega.
- Vinnudagur á vellinum verður í maí. Hann verður auglýstur síðar.
15 ára afmælismót GÚ verður þann 28. júní. Reynt verður að hafa mótið sem veglegast, flottir vinningar, matur verður eftir mótið og ball.
Félagar eru hvattir til þess að hafa augun opin varðandi það að afla styrktaraðila og vinninga fyrir mót. Tekjur golfvallarins standa mjög naumlega undir rekstri hans og því verður að hafa allar klær úti til að afla fjármagns.
Mótaskrá, sumarið 2008:
14. júní | Vormót | 18h. Punktakeppni | Opið |
28. júní | 15 ára afmælismót | Texas Scramble | Opið |
18-19 júlí | Meistaramót | 36h. Flokkar | Lokað |
3 ágúst | Barna- og unglingamót | 9h. Flokkar | Opið |
16. ágúst | Geirs- goða mótið | 18h. Höggleikur | Opið |
13. sept. | Bændaglíma | 18h. Mótanefnd | Lokað + gestir |
Nánari lýsingar eru á http://www.golf.is/ og þar verður skráning í öll mótin.
Stjórn GÚ 2008:
Formaður: | Þorsteinn Sverrisson, 891-6107, steinisv@yahoo.com |
Varaformaður: | Þráinn Hauksson, 860-7587, thrainn@t.is |
Ritari: | Helga Hilmarsdóttir, 896-6354, helga@netheimur.is |
Gjaldkeri: | Edda Erlendsdóttir, 893-4700, eddae@spron.is |
Mótanefnd og meðstjórnandi: | Bragi Agnarsson, 861-6796, bragia@internet.is |
Forgjafarnefnd: | Hjörtur Vigfússon, 699-6960, hjorturf@gmail.com |
Vallarnefnd: | Arnar Guðjónsson, 897 9471, arnarg@gmail.com |
Unglinganefnd: | Ólafía Pálsdóttir, olafiagp@simnet.is |
Framkvæmdastj. Hús- og aganefnd: | Rúnar Jón Árnason, 892-8313, ru@simnet.is |
Vallarstjóri: | Björn Þorsteinsson, 697-3093, bjozzi@gmail.com |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.