Fjölmenni í píslahlaupi í Úthlíð

FriskirUm 40 manns tóku þátt í árlegu páskahlaupi í Úthlíð í dag, föstudaginn langa. Hlaupið hófst við Geysi og runnu hlauparar alla leið að Réttinni í Úthlíð, en þangað eru 10 kílómetrar. Mikið blíðviðri lék við fólk og var mál manna að ekki væri á betra kosið. Eftrir hlaupið var pitzuveisla og verðlaunaafhending í Réttinni.

Hlaupið var hluti af hlauparöð Frískra Flóamanna, sem er hlaupahópur á Selfossi.

Í Úthlíð er margt fólk um páskana. Sundlaugin og veitingastaðurinn Réttin er opin. Bingó verður á morgun og messa á sunnudag.  Þá eru fótboltaleikir sýndir á breiðtjaldi.

Myndir úr hlaupinu eru hér.

Og myndir af vef Frískra Flóamanna hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband