Bobby Fischer dvaldi í Úthlíð Biskupstungum sumarið 2006. Hann leigði sumarhús hjá Ferðaþjónustunni, kom daglega í Réttina og sundlaugina. Bragi ráðsmaður fór með hann í skemmtiferðir á Gullfoss og Geysi. Bobby var mjög áhugasamur um alla staðhætti og spurði margs. Hann var jafnan í loðúlpu og með derhúfu þó heitt væri í veðri. Ekki tók hann í mál að tefla þó svo að hann hefði verið beðinn um það. Blessuð sé minnig Bobbys.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.