Geirs goða mótið 2007 – Úrslit

Ríflega 40 þátttakendur voru í Geirs goða mótinu laugardaginn 26. ágúst.  Leikinn var höggleikur og veitt verðlaun með og án forgjafar í karla- og kvennaflokki. Þá voru einnig veitt nándarverðlaun í karla- og kvennaflokki á báðum par þrjú brautum vallarins. Mótið tókst vel og veðrið lék við spilara.

Geirs- goða mótið er haldið árlega á Úthlíðarvelli.  Það er kennt við Geir goða sem var fyrsta barnið sem fæddist í Úthlíð. Geir var nokkuð frægur maður og kemur nafn hans t.d. fyrir í Njáls sögu þar sem hann tók að sögn þátt í aðförinni að Gunnari á Hlíðarenda ásamt bandamanni sínum Gissuri í Hruna.  Kona Geis var Halla og sigurvegar mótsins fá til varðveislu farandibikara með nöfnum þessara hjóna.

KarlarAnÍ flokki karla án forgjafar sigraði Rúnar Geir Gunnarsson á 71 höggi og fékk til varðveislu Geis- goða bikarinn í eitt ár.  Í örðu sæti var Eiríkur Guðmundsson á 73 höggum og í þriðja sæti var Guðjón Ármann Guðjónsson á 74 höggum.  Eiríkur, sem hefur hampað titlinum síðustu fjögur ár varð að láta í minni pokanna að þessu sinni.
 

(Á mynd: Eiríkur, Guðjón og Rúnar)





KonurAnÍ kvennaflokki sigraði María Málfríður Guðnadóttir á 76 höggum sem er nýtt vallarmet.  Í öðru sæti var Olga Lísa Garðarsdóttir á 93 höggum og í þriðja sæti handhafi Höllubikarsins síðasta ár Jórunn Pála Jónasdóttir á 95 höggum.

(Á mynd: María, Olga og Jórunn)







KarlarrMedÍ karlaflokki með forgjöf sigraði Jóhann Gunnar Stefánsson á 72 höggum, í öðru sæti var Vigfús Ólafsson einnig á 72 höggum og í þriðja sæti Valur Guðnason á 75 höggum.  

(Á mynd: Jóhann, Vigfús og Valur)







KonurMedÍ kvennaflokki með forgjöf sigraði Sigrún Ingileif Hjaltalín á 72 höggum, í öðru sæti var Guðrún Ólafía Viktorsdóttir á 75 höggum og í þriðja sæti Hjördís Björnsdóttir á 79 höggum.

(Á mynd: Hjördís, Sigrún og Guðrún)









Bent er á að þeir sem hlutu verðlaun án forgjafar fnegu ekki verðlaun með fogjöf.

Hægt er að skoða fleiri myndir frá mótinu hérna !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband