24.8.2007 | 09:17
Geirs gođa golfmótiđ á morgun - lausir rástímar
Töđugjaldamessan og hagyrđingakvöldiđ gekk afar vel í gćr, en setiđ var í nánast hverjum stól í kirkjunni. Sr. Hjálmar Jónsson er náttúrulega alveg einstaklega hlýlegur og skemmtilegur prestur og flutti hann predikunina í bundnu máli. Sérstaklega var hann međ merkilegan kveđskap ţar sem lagt var út af bođorđunum 10. Halla Margrét Árnadóttir var sérstakur gestur messunnar og söng hún nokkra sálma međal annars Fađir vor sem hún flutti af einstakri innlifun og glćsileika. Eftir messu var haldiđ upp í Rétt ţar sem tekiđ var upp lauflétt hjal mest í bundnu máli. Margir góđir hagyrđingar voru á stađnum og einnig fćrir kvćđamenn. Einnig var ađeins hitađ upp fyrir Tungnaréttir. Núna geta kylfingar fariđ ađ láta sig hlakka til, ţví Hjálmar spilađi golf í Úthlíđ í tvćr vikur í kringum verslunarmannahelgina og ţá urđu til skemmtilegar vísur. Ekki ţori ég ađ skrifa ţćr eftir minni, ţótt ég muni ţćr nú nćstum ţví en minnir ađ hending í vísunni um sjöundu braut hafi veri: Ţar sem áđur Skjalda skeit, Arnar skýtur boltum. Myndir og fleiri vísur vćntanlegar inn á www.uthlid.is um helgina, vil minna ykkur á ađ enn eru fjölmargir lausir rástímar á Geirs gođa golfmótiđ en vinnignarnir eru alveg glćsilegir. Skráning í mótiđ á www.golf.is Kćr kveđja og ţakkir fyrir komuna í gćr.
Hér er ein góđ vísa eftir Sigrúnu Haraldsdóttur
Göfugmennskan skín af skinni,
skörungur viđ fyrstu kynni.
Birta vorsins býr í sinni
Bjarnarins í Úthlíđinni.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.