8.8.2007 | 17:14
Texas Scramble golfmót GÚ og ball um kvöldið í Réttinni
Fjörið heldur áfram í Úthlíð en um næstu helgi:
Laugardaginn 11. ágúst verður Texas Scramble golfmót GÚ og um kvöldið verður skemmtilegur dansleikur með hljómsveitinni Karma (Labba í Mánum).
Verslunin og sundlaugin eru að vanda opin frá kl. 11.00 og Réttin er opin frá kl. 9.00
Eftir fjöruga verslunarmannahelgi er tilvalið að vinda ofan af sér og mæta á Texas Scramble golfmótið á Úthlíðarvelli.
Texas Scramble:
Rástímar eru kl. 9 - 11.30 og er skráning á www.golf.is
Í boði er fjöldi veglegra vinninga ásamt nándarverðlaunum og skorkortaverðlaunum.
Mótsstjórn hefur ákveðið að nota sameiginlega forgjöf / 3. Forgjöfin sem birtist inni á golf.is er ekki rétt leikforgjöf.
Ball með Karma í Réttinni:
Um kvöldið mætir hinn eini sanni Labbi frá Glóru í Réttina með hljómsveitna sína Karma og stýrir stuðinu fram á nótt.
Veðurspáin er að vanda frábær og allt eins og best verður á kosið til að gera góða sveitaferð eftirminnilega.
Fjallganga:
Þeir sem ekki vilja taka þátt í golfmótinu eru hvattir til að skella sér í létta en mjög gefandi fjallgöngu á Miðfell. Þá er gengið sem leið liggur upp Miðfellsveg sem liggur í gegn um sumarbústaðahverfið og þaðan áfram eins og slóðin liggur upp úr skóginum. Þegar komið er að rótum Miðfells sem liggja í átt að Bjarnarfelli er tilvalið að leggja á fjallið. Gangan á það er lauflétt en sérlega gefandi og má sjá í margar sýslur ofan af því.
Hægt er að fá kort yfir uppsveitir Árnessýslu í Hlíðarlaug og er gaman að hafa það með sér upp á "tindinn".
Þá er gaman að gera sér grein fyrir þeim fjöllum sem sjást.
Fylgist með dagskránni í Úthlíð á www.uthlid.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.