Dagskráin um verslunarmannahelgina

Fjörið verður í Úthlíð að vanda um verslunarmannahelgina og vonum við að allir fjölskyldumeðlimir muni finna eitthvað við sitt hæfi.

Réttin, sundlaugin og golfvöllurinn verða opin alla helgina frá kl. 9.00 að morgni.
Hestaleigan opin föstudag og laugardag kl. 13 - 15

Árlegt krakkaball verður á laugardag og barna- og unglingagolfmót Golfklúbbsins á sunnudag, brekkusöngurinn er á sínum stað í dagskránni á laugardagskvöldið og síðast en ekki síst verða dansleikir bæði laugardags- og sunnudagskvöld með hljómsveitinni Dalton.

Verslunarmannahelgin 2007 – dagskrá
 
Föstudagur er fjördagur þegar allir mæta í skóginn og koma sér fyrir.
Fjölskyldufólk er boðið velkomið á tjaldstæðin með fellihýsi, hjólhýsi, tjaldvagna og tjöld. Rafmagn fyrir þá sem það þurfa.
Aldurstakmark 20 ár.
Réttin er opin meðan stemmning leyfir, diskótek og bar.
Hestaleigan opin kl. 13.00 - 15.00

Laugardagur:
Réttin, sundlaugin og golfvöllurinn verða opin frá kl. 9.00
Rástímar í golf bókaðir í Réttinni.
Hestaleigan opin kl. 13.00 - 15.00

Kl. 14.00 – krakkaball í Réttinni
Börn á öllum aldri boðin velkomin að dansa við dúndrandistuðhljómsveitina Dalton.
Aðgangseyrir 500 kr.
Grillaðar pylsur, Kappi og ís á 350 kr.
Leikir og fjör

Kl. 22.00 – Brekkusöngur með Daltonum
Félagar úr Dalton mæta með gítarinn og stjórna fjöldasöng.
Aðrar óvæntar uppákomur í brekkunni.
Þetta er nú bara gaman.

Kl. 24.00 – Stórdansleikur með hljómsveitinni Dalton
Hljómsveitin Dalton heldur uppi stuðinu í Réttinni alla nóttina – skógarbúar og aðrir sveitungar eru hvattir til að mæta í tjúttið.
Aldurstakmark á ball 20 ára.

Sunnudagur:
Réttin, sundlaugin og golfvöllurinn eru opin frá kl. 9.00
Rástímar í golf bókaðir í Réttinni.

Kl. 16.00 – Barna- og unglingagolfmót GÚ
Fyrir stráka og stelpur á aldrinum 7 - 16 ára. Keppt í aldursflokkum.
Skráning í mótið fyrirfram í Réttinni eða í síma 4868780.
Að loknu móti fer fram verðlaunaafhending og þá er líka Pizzuveisla a la Helga Skúla.
Verð 2000 kr.

Kl. 23.00 – Kappreiðaballið 2007
Fjörugt sveitaball eftir vel heppnaðar kappreiðar hestamannafélagsins Loga í Hrísholti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband