23.7.2007 | 14:17
Meistaramót Golfklúbbs Úthlíðar
Meistaramót Golfklúbbs Úthlíðar var haldið föstudaginn og laugardaginn 20 - 21 júlí. Spilaðar voru 18 holur hvorn dag. Kylfingar voru almenn heppnir með veður þó svo að þeir sem spiluðu fyrri hringinn seinni part föstudagsins hafi lent í rigningu. Á laugardaginn var blíðskaparveður og spilamennskan gekk vel.
Skráðír í mótið voru um 35 kylfingar og yfir 30 luku leik. Keppt var í 3 flokkum karla og 2 flokkum kvenna. Nýr klúbbmeistari kvenna var Hulda Guðbjörg Halldórsdóttir sem spilaði á 195 höggum.
Í karlaflokki var hart tekist á um meistarasætið. Georg Júlíus Júlíusson og Jóhann Ríkharðsson voru efstir og jafnir á 165 höggum. Því fór fram umspil um fyrsta sætið þar sem spilaðar voru þrjár brautir, fyrsta, áttunda og níunda. Mikil spenna var í loftinu og fjöldi áhorfenda fylgdi keppendum eftir og klöppuð fyrir góðum höggum. Á fyrstu braut náðu báðir pari, á áttundu braut voru báðir á skolla og keppendurnir voru því jafnir fyrir síðustu brautina í umspilinu. Þar lenti Georg í því að slá í vatnstorfæruna og missti þannig eitt högg sem leiddi til þess að hann varð að lúta í lægra haldi. Jóhann varð því meistari GÚ í áttunda sinn síðustu 10 ár.
Úrslit urðu annars sem hér segir:
1. flokkur karla:
Jóhann Ríkharðsson, 165 högg
Georg Júlíus Júlíusson, 165 högg
Bragi Agnarsson, 170 högg
(Á mynd: Georg, Jóhann, Snorri Guðmundsson form. mótanefndar og Magnús Kristinsson fyrir hönd Braga Agnarssonar)
2. flokkur karla:
Björgvin J. Jóhannsson, 194 högg
Magnús Guðmundsson, 196 högg
Þorsteinn Björgvinsson, 197 högg
(Á mynd: Magnús, Björgvin og Sigrún Þórsdóttir fyrir hönd Þorsteins)
3. flokkur karla:
Þórður Skúlason, 201 högg
Róbert Ingi Ríkharðsson, 225 högg
Sigurbergur Magnússon, 247 högg
(Á mynd: Sigurbergur, Róbert og Þórður)
1. flokkur kvenna:
Hulda Guðbjörg Halldórsdóttir, 195 högg
Elín Agnardsóttir, 197 högg
Hildigunnur Halldórsdóttir, 203 högg
(Á mynd: Hildigunnur, Elín og Hulda)
2. flokkur kvenna:
Fríða Rut Baldursdóttir, 219 högg
Sigrún Sigurðardóttir, 226 högg
Elísabet Halldórsdóttir, 237 högg
(Á mynd Fríða, Sigrún og Inga Geirsdóttir fyrir hönd Elísabetar)
Hægt er að skoða fleiri myndir úr mótinu með því að smella hér.
Sjá einnig uppfærða heimasíðu GÚ, smella hér. Þar er m.a. listi yfir alla klúbbmeistara frá upphafi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.