
Moldrokið í Úthlíð á laugardaginn var mest frá klukkan 9 um morguninn fram á miðjan dag. Hífandi rok var allan daginn og á tímabili sást varla í Högnhöfðann. Varla hefur komið dropi úr lofti undanfarnar tvær vikur og þegar hvessir svona mikið þyrlast m.a. fíngerður þurr jökulleir upp úr gamla
Hagavatsbotninum. Fyrirhugað er að stífla
Farið til þess að hækka yfirborð vatnsins. Jafnvel hefur verið rætt um möguleika á lítilli virkjun í samhengi við það. Meðfylgjandi mynd var tekin í Úthlíð á laugardaginn.
Ljóst er að gífurlegt magn af koltvísýringi hefur losnað út í andrúmsloftið þennan dag úr sandi og jökulleir. Kannski meira en allur bílafloti landsins losar á einu ári. Gaman ef einhver myndi reikna það út.
Athugasemdir
Í moldroki er engin koltvísýringslosun.
Gunnar (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 06:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.