Blek og Byttur með stórdansleik í Réttinni á laugardaginn - mætir þú ekki örugglega?

Hljómsveitin Blek og byttur mætir í Réttina á laugardaginn og heldur dansleik fyrir þroskað fólk með góðan tónlistarsmekk.  

Um Blek og byttur
Þessi hljómsveit er alveg einstök í sinni röð. Hana skipa frábærir tónlistarmenn sem hafa hver sinn bakgrunn í tónlistinni.
Hilmar Örn Agnarsson er organisti Skálholtsdómkirkju og einstaklega skemmtilegur listamaður. Í eina tíð var hann pönkari og stofnaði hljómsveitina Þeyr með bróður sínum. Þeir náðu því að verða einhver áhrifamesta pönkhljómsveit landsins. Þess má geta að Hilmar er alveg einstakur gleðigjafi hvar sem hann fer, það er alltaf gaman þar sem Hilmar er.
Kalli félagi hans er tónlistarkennari í Reykholtsskóla. Hann hefur líka einstaka hæfileika sem listamaður, enda kominn af ættum galdramanna á Vestfjörðum. Hann er náfrændi Mugison og er fæddur í Bolungarvík. Algjör snillingur. Hér er bloggið hans Kalla
Þá er komið að Þorlákshafnarbúanum í bandinu Hermanni Jónssyni. Það er auðvitað ekkert band með böndum nema hafa einn slíkan innanborðs. Hann er rafvirki og spilar á öll hljóðfæri sem þekkjast. Honum er reyndar ekki hleypt í öll þessi hljóðfæri í Bleki og byttum en fær að spila á gítar og syngja.  Hann var árum saman í hljómsveit Steina Spil og kann allt.
Sá sem spilar á píanó og klarinett heitir Örlygur Benediktsson, tónskáld á Eyrarbakka. Hann var áður söngvari í dauðarokksveitinni Pain.
Síðastur en ekki sístur er hæstvirtur hornleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Þorkell Jóelsson. Hann er vel þekktur tónlistarmaður, en sennilega eru fleiri sem þekkja konuna hans hana Diddú. Þorkell lemur húðir af miklum móð í bandinu og heldur því í réttum takti.

Svo er líklegt að Jói trompetleikari á Selfossi komi og blási aðeins í lúðurinn.

Kammerkór Suðurlands verður á svæðinu og mun láta til sín taka ásamt fleiri þekktum tónlistarmönnum og leynigestum. Heyrst hefur að Gunnar Þórðarson hafi mikinn áhuga á að koma í Réttina og taka í gítarinn og syngja t.d. Heim í Búðardal og Gaggóvest. 

Það er ljóst að allir sem vilja njóta góða veðursins og góðrar tónlistar ættu að leggja leið sína í Réttina ekki seinna en kl. 11.00 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband