14.6.2007 | 13:38
Kvennahlaup og ball í Úthlíð um helgina
Laugardaginn 16. júní
Kl. 13.00 Kvennahlaupið í Úthlíð í þriðja sinn
Kvennahlaupið er skemmtilegt hlaup þar sem konur koma saman og hreyfa sig undir kjörorðinu íþróttir fyrir alla.
Hlaupið verður af stað frá Hlíðarlaug 2,5 km hring um nágrennið.
Freydís íþróttakennari í Reykholti sér um framkvæmd hlaupsins í Úthlíð.
Ef áhugi er fyrir því að hlaupa lengra þá er tilvalið að taka 5 km með Dísu og Ínu :-)
Að hlaupi loknu verður í boði létt súpa og drykkir og allir sem mæta í Kvennahlaupsbolum í Hlíðalaug fá frítt í sund.
Hestaleigan verður opin um helgina kl. 13 - 16. Gott er að panta með fyrirvara.
Hljómsveitin Dalton
Um kvöldið verður fyrsta alvöru sveitaball sumarsins með hljómsveitinni Dalton í samvinnu við Kjörís í Réttinni í Úthlíð.
Strákarnir lofa brjáluðu stuði og þú mátt ekki missa af því!
Það kostar aðeins 1500 krónur á ballið og aldurstakmark er 20 ár, enda ískaldur á krananum og hressleikinn í fyrirrúmi.
Láttu sjá þig því annað er glæpur!!
Núna er sumartíminn kominn og því afgreiðsla Réttarinnar opin frá kl. 9.00 - 21.00 virka daga og Hlíðalaug er opin frá kl. 11.00 - 17.00 virka daga.
Um helgar er opið lengur.
Þjónustusíminn okkar er 6995500 og við svörum í hann og leysum úr vanda ef hringt er á kristilegum tíma :-)
Fylgist með dagskránni á www.uthlid.is
Bestu kveðjur frá Úthlíð
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.