Úrslit í vormóti GÚ

Vormótið var haldið á Úthlíðarvelli laugardaginn 9. júní í einmuna blíðu. Alls mættu 32 kylfingar til leiks og var það mál manna að sjaldan hefur völlurinn verið jafn vel á sig kominn á þessum tíma árs.

Að vanda var hið rómaða kaffihlaðborð GÚ í hálfleik. Að þessu sinni var það í boði Flugteríunnar sem kom með ljúffengt bakkelsi frá Reyni bakara.

Veitt voru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki. Um var að ræða punktakeppni.

vormotkonur
Sigurvegari í kvennaflokki var Hulda Halldórsdóttir með 40 punkta, önnur var Kristín Eiríksdóttir með 38 punkta og þriðja var Fríða Baldursdóttir með 37 punkta.

vormotkarlar
Sigurvegari í karlaflokki var Magnús Guðmundsson með 37 punkta, í öðru sæti var Úlfar Helgason með 36 punka og í þriðja sæti var Pálmi Vilhjálmsson með 36 punkta.


vormotnandar
Nándarverðlaun á par 3 brautum hlutu Edda Erlendsdóttir, Pálmi Vilhjálmsson á 4. braut og Rúnar Jón Árnason og Hulda Halldórsdóttir á 6. braut.

Vinningshafar fengu glæsileg verðlaun frá BYKO, Glitni, VISA, Mecca SPA og fleiri aðilum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband