6.5.2007 | 14:42
Helstu upplýsingar um Úthlíðarvöll sumarið 2007
Upplýsingabréf sent til félaga í Golfklúbbi Úthlíðar þann 6. maí.
Stefnt er að því að opna völlinn 20. maí.
Afgreiðsla vallargjalda er í Réttinni. Allir spilarar eiga að mæta þar og skrá sig í rástímabók fyrir leik. Í Réttinni eru afhent skorkort og seldar helstu golfvörur. Þar verður einnig hægt að leigja golfsett.
Almennar golfreglur gilda á vellinum. Við leggjum sérstaka áherfslu á að við tökum byrjendum í golfi fagnandi en bendum þeim á að taka tillit til vanari spilara og hleypa fram úr sér ef þörf er á. Börn eiga aðeins að spila á vellinum í fylgd fullorðinna.
Bent er á ágætt æfingarsvæði við völlinn (fyrir austan).
Bent er á heimasíðu Ferðaþjónustunnar í Úthlíð http://www.uthlid.is/ en þar verða settar inn fréttir af golfstarfinu og auglýsingar. Helstu upplýsingar um GÚ eru undir golf hlekknum.
Boðið verður upp á golfkennslu í sumar. Tímasetning og fyrirkomulag auglýst þegar nær dregur.
Þeir sem vilja komast á tölvupóstlista sendi skeyti á golfuthlid@gmail.com
Vinnudagur á vellinum verður laugardaginn 19. maí kl. 10:00. Nánar auglýst síðar.
Síðastliðið ár náðist góður árangur í því að laga völlinn eftir kalskemmdirnar árið þar á undan. Heita má að allt kal hafi horfið úr flötunum og minnkað verulega á brautunum. Þetta tókst þrátt fyrir mikinn vorkulda með fræjun, tyrfingu og góðri vökvun. Nú er vökvunarkerfi við allar flatir en slíkt er lykilatriði fyrir grasþroska. Við vallarhirðingu fengum við góð ráð hjá sérfræðingum GKG og fleirum sem við kunnum bestu þakkir fyrir. Holur og flögg voru endurnýjuð. Síðastliðið haust voru allar flatir djúpgataðar. Markmið sumarsins:
- Taka í notkun ný flöt á 7. braut
- Taka í notkun stækkanir á flötum 3, 4, 8, 9 og 1.
- Stækka og laga teiga
- Laga svæðið vinstra megin við 6. flöt og stækka glompuna
- Búa til sandgryfju við 7. flöt
- Planta fleiri trjám
- Ef tími og fjármagn leyfa verður haldið áfram vinnu við lengingu og breytingu á braut 2.
- Flatir verða fræjaðar, sandbornar (dressaðar) á vinnudegi í maí. Einnig verða flatirnar verticuttaðar, fræjaðar og sandbornar síðar í sumar.
- Bætt verður skeljasandi í allar glompur og þær kantskornar
- Borið verður á flatir á tveggja vikna fresti
- Flatir verða vökvaðar daglega í þurrkatíð
- Flatir verða yfirborðsfræjaðar amk. mánaðarlega
- Flatir verða slegnar að lágmarki fjórum sinnum í viku utan álagstíma. Á álagstíma frá 1. júlí til 10. ágúst verða flatir slegnar daglega.
- Brautir og teigar verða slegnar þrisvar í viku
- Röff verður slegið reglulega.
Mótaskrá, sumarið 2007:
Nánari lýsingar eru á www.golf.is og þar verður skráning í öll mótin.9. júní Vormót 18h. Punktakeppni Opið 23. júní Sólstöðumót Annað Lokað + gestir 20-21 júlí Meistaramót 36h. Flokkar Lokað 5 ágúst Barna- og unglingamót 9h. Flokkar Opið 11. ágúst Texas Scramble 18h. Texas Scramble Opið 25. ágúst Geirs- goða mótið 18h. Höggleikur Opið 15. sept. Bændaglíma 18h. Mótanefnd Lokað + gestir
Stjórn GÚ 2007:Formaður: Þorsteinn Sverrisson, 891-6107, steinisv@yahoo.com Varaformaður: Þráinn Hauksson, 862-5644, thrainn@skyggnir.is Ritari: Helga Hilmarsdóttir, 896-6354, helga@netheimur.is Gjaldkeri: Edda Erlendsdóttir, 893-4700, eddae@spron.is Mótanefnd og meðstjórnandi: Snorri Guðmundsson, 897-8841, snorri@ejsuk.com
Forgjafarnefnd: Hjörtur Vigfússon, 699-6960, hjorturf@gmail.com Vallarnefnd: Arnar Guðjónsson, 897 9471, arnarg@gmail.com Unglinganefnd: Ragnar Áki Ragnarsson, 894-3322, ragnar@rein.is Framkvæmdastj. Hús- og aganefnd: Rúnar Jón Árnason, 892-8313, ru@binet.is Vallarstjóri: Björn Þorsteinsson, 697-3093, bjozzi@gmail.com
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.