Sund eða golf - bæði betra í Úthlíð

bjossiUm næstu helgi verður öll afgreiðsla í Sundlauginni.

Afgreiðslutíminn í sundlauginni verður lengri en vanalega, frá kl. 10 – 18 föstudag og 10 – 18 laugardag.

Réttin verður lokuð frá kl. 18 á föstudag og til sunnudagsmorguns vegna brúðkaups.

Golfvöllurinn verður opinn samkvæmt hefðbundnum hætti og sundlaugin líka kl. 11.00 – 18.00

Á sunnudaginn verður Réttin opin og þá munum við sýna góðgerðarskjöldinn (Community Shield 2014) kl. 13.45 Að þessu sinni eigast við Arsenal og Manchester City. Þessi leikur markar upphaf enska boltans ár hvert .

Laugardaginn 16. ágúst verður mikið fjör á golfvellinum í Úthlíð þegar kempur mæta á völlinn og takast á um Geirs goða og Höllu bikarana. Leikinn verður hinn gamli og skemmtilegi höggleikur og verða veitt verðlaun í karla og kvenna flokkum, fyrstu 3 sætin í báðum flokkum. Einnig verða nándarverðlaun og lengsta teighögg. Skráning í mótið er hafin á www.golf.is og viljum við hvetja kylfinga til að skrá sig í mótið sem allra fyrst til að tryggja sér pláss.

Kvennagolfsveit GÚ lagði upp í víking í morgun þegar þær héldu til Sauðárkróks að spila í sveitakeppni GSÍ. Sveitin er skipuð fimm harðsnúnum kylfingum. Þær eru: Dýrleif Arna Guðmundsdóttir, Edda Erlendsdóttir, Hólmfríður Einarsdóttir, Kristrún Runólfsdóttir og Þorgerður Hafsteinsdóttir. Munu þessar flottu golfkonur mæta til leiks á golfvellinum á Sauðárkróki í fyrramálið og spila fjórmenning við Golfklúbb Akureyrar. Við óskum þeim góðs gengis á golfvellinum.

Ennþá er öll þjónusta opin í Úthlíð – verið velkomin í sund, golf, á hestbak eða bara í góða pizzu eða borgara í Réttinni á sunnudaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband