19.8.2013 | 22:39
Geirs goða golfmótið á Úthlíðarvelli laugardaginn 24. ágúst
Golfklúbburinn í Úthlíð heldur glæsilegt golfmót laugardaginn 24. ágúst og eru ennþá fjölmargir rástímar lausir.
Leikinn verður höggleikur með- og án forgjafar og einnig verður keppt í karla- og kvennaflokkum.
Karlar fá að launum Geirs goðabikarinn sem er kenndur við goðorðsmanninn sem bjó í Úthlíð og reisti þar fyrstu kirkjuna. Konur fá Höllubikarinn sem kenndur er við Höllu konu hans. Þau bjuggu í Úthlíð árið 1000, fóru að Þingvöllum, tóku kristna trú og reistu sér krikju í Úthlið þegar heim var komið.
Kirkja hefur staðið á bæjarhólnum þar sem bláa kirkjan stendur nú frá upphafi kristninnar á Íslandi. Einnig verða veitt verðlaun í 1. - 3 sæti í hverjum flokki, þannig að það er til mikils að vinna að mæta á mótið. Skráning í mótið fer fram á www.golf.is.
Ef erlendir gestir vilja dvelja í sveitinni næsta laugardag og vilja keppa í golfi er hægt að senda tölvupóst á uthlid@uthlid.is með upplýsingum um nafn, aldur kyn og forgjöf.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.