30.7.2013 | 20:02
Verslunarmannahelgin 2013
Verslunarmannahelgardagskráin er bæði skemmtileg og fjölskylduvæn
Fimmtudagurinn 1. ágúst kl 2.3.00
Við byrjum á fjörugu húkkaraballi á fimmtudagskvöld. Kjörið fyrir alla sem þurfa að vinna um verslunarmannahelgina að mæta í Réttina og skmmta sér við að hlusta á Eyjólf Kristjánsson
Frítt inn
Föstudagurinn 2. ágúst kl. 23.00
Júlladiskó og Herbert Guðmundsson er baneitruð samsetning að góðri og vel heppnaðri skemmtun. Júlli í Júlladiskó á glæstan feril í bransanum og Hebbi er nú heimsfrægur á Íslandi og er loksins kominn í Tungurnar. Hver veit hvaða ár hann var síðast hér í sveit?
Aðgangseyrir 2000 kr.
Laugardagurinn 3. ágúst -
Einar töframaður verður í Réttinni um miðjan daginn og kennir krökum að töfra.
kl. 22.00 mætir Árni Johnsen í brekkuna fyrir neðan Réttina og stýrir brekkusöng við varðeldinn.
kl. 24.00 titrar hlíðin okkar fríða þegar sjálfur konungur popparanna Björgvin Halldórsson mætir á svæðið ásamt Rokkabilýbandinu og Matti Matt.
Öll þjónusta opin og góða veðrið verður í Úthlíð um verslunarmannahelgina - það er best að vera bara í Úthlíð alla helgina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.