26.11.2010 | 09:40
Jólamessa Úthlíðarkirkju 27. desember
Skírnarfonturinn á myndinni er fallegi skírnarfonturinn í Úthlíðarkirkju. Listakonan Rannveig Tryggvadóttir gerði skálina og fótinn undir hana smíðaði listasmiðurinn Guðmundur Magnússon smiður og smíðakennari við Flúðaskóla. Kristín Sigurðardóttir og hennar fjölskylda gaf fontinn til kirkjunnar við vígsluna.
Jólamessa Úthlíðarkirkju fer fram á þriðja í jólum, mánudaginn 27. desember. Nánari upplýsingar um tíma og dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
Gaman að heyra um ný og frumleg nöfn á börnum. Við höfum reyndar átt nokkrar Botníur í Úthlíð, ferfættar og botnóttar sem jafnan hafa gefið af sér góð afkvæmi.
Botnía á mannanafnaskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þið eruð ekki ein um það að hafa átt, eða eiga, kindur með þessu nafni...
Hermann Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.