Reiknum með að Árni Johnsen bregði sér í Tungnaréttir

Um næstu helgi er Tungnaréttadagurinn - það er ógleymanleg upplifun að fara í þessar merkilegu og skemmtilegu réttir.
Að sjálfsögðu verður opið hús í Réttinni með gleði, söng og ljúffengri Réttasúpu.

Fylgist með dagskránni á www.uthlid.is

Svo koma Logarnir í Úthlíð

Hin stórskemmtilega og árvissa bændaglíma GÚ verður laugardaginn 18. september og munu Logarnir frá Vestmannaeyjum leika fyrir dansi á eftir.

- skráning í mat og ball á uthlid@uthlid.is 

- skráning í golfið á www.golf.is 

Bændaglíman 2010
Bændaglíman er liðakeppni þar sem valdir bændur eru fyrirliðar í hvoru liði.
Keppt er með nokkurskonar Ryder fyrirkomulagi, vanir og óvanir spila saman og allir geta verið með.

Ýmis vegleg verðlaun í boði, nándarverðlaun, lengstu tegihögg og mörg flott skorkortaverðlaun.

Að þessu sinni skemmtir hin sívinsæla hljómsveit Logar okkur um kvöldið og spilar fyrir dansi fram á nótt. Laugi GÚ félagi okkar er einn aðalmaðurinn í Logum.

Dagskrá:
10:00 Mæting í Réttina, kosið í lið - eða lið kynnt.
10:30 Ræst út á öllum teigum. Teiggjafir afhentar.
13:00 Leikhlé, boðið upp á súpu og hressingu í Réttinni. Hálfleikstölur kynntar
14:00 Seinni hálfleikur
20:30 Fordrykkur í Réttinni
21:00 Veisla og verðlaunaafhending í Réttinni, glens og gaman fram á nótt.
23:00 Almennt ball með hljómsveitinni Logum.

Verð fyrir allan pakkann aðeins 6000 krónur á mann.
Fyrir mat og ball eingöngu 5000 krónur.
Ball eingöngu 2000 krónur

Vinasmlega skráið ykkur sem fyrst á www.golf.is til að auðvelda undirbúning.


mbl.is Og skammastu þín Árni Johnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég heirði að Árni ætlaði á tónleika með Herði Torfa þessa helgi.

jóhann sæmundsson (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband