Það verður fjör í Úthlíð um helgina

Um næstu helgi verður sérstök vatnsleysuhátíð í Úthlíð, en þá verðum við vonandi komin með flæðandi vatn í öllum krönum upp um allar byggðir. 
Gestir í skóginum hafa haft aðgang að nægu vatni hjá okkur því Ferðaþjónustan í Úthlíð er með sérstaka veitu til sín.

Sundlaugin Hlíðalaug er opin ásamt Réttinni, golfvellinum og hestaleigunni.

Enski boltinn fer að rúlla um helgina og við fylgjumst að sjálfsögðu með dagskránni í Réttinni á risaskjánum.

Kl. 21.00 Pub quiz í Réttinni - hvað merkir orðið vatnsleysa? Ef þú veist svarið þá áttu erindi á skemmtunina?

kl. 22.30 Sigurður Reynir, trúbador og barnabarn hins landsþekkta gleðigjafa Sigurðar Guðmundssonar mætir í Réttina á laugardagskvöld og skemmtir okkur öllum fram á rauðanótt.

Nánari upplýsingar um dagskrána í Úthlíð eru á vefnum www.uthlid.is

Verið velkomin
mbl.is Brugðist við vatnsskorti í Úthlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband