22.6.2010 | 16:32
Það er alltaf mikið fjör í Úthlíð
Þakka þér fyrir að nefna þetta ágæti félagi Árni Gunnarsson, það er allt að glæðast í ferðaþjónustunni.
Við í Úthlíð ætlum t.d. að halda glæsileg golfmót næstu tvo laugardaga.
Annarsvegar kvennagolfmót sem verður næsta laugardag. Glæsilegir vinningar í boði, veitingar í hálfleik, drykkur og verðlaunaafhending í Úthlíðarkirkju eftir leik.
Hinsvegar er Golfveisla Golfklúbbsins í Úthlíð sem verður haldin laugardaginn 3. júlí. Leikinn verður Texas Scramble og að loknu móti verður glæsilegur hátíðarkvöldverður, verðlaunaafhending og dans.
Skráning í mótin fer fram á www.golf.is og nánari upplýsingar eru á vef Ferðaþjónustunnar í Úthlíð www.uthlid.is
Aukin bjartsýni ferðaþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.