5.4.2010 | 08:31
Sveitaferð í apríl
Í Úthlíð er gaman að vera þegar vorið er að nálgast og lífið að vakna af vetrardvala. Trén fara að springa út og farfuglarnir skemmta jarðálfum með söng og flugæfingum. Það eru nú þegar fædd nokkur lömb og gaman fyrir börn og fullorðna að skoða þau.
Ferðaþjónustan í Úthlíð er með tilboð á gistingu til 30. apríl.
Smellið hér til að sjá tilboðið og skoða myndir af húsunum. Gerum einnig tilboð í veislur og afþreyingu fyrir stærri hópa. Sími 699 5500
Páskarnir eru að líða og það var ánægjulegt hversu margir heimsóttu okkur. Yfir 40 hlupu í píslarhlaupinu á föstudaginn langa og um 200 manns tóku þátt í páskabingói á laugardaginn.
Gerist vinir Úthlíðar á Facebook, skoðið myndir og fylgist með því sem er á döfinni.
www.facebook.com/uthlid
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.