Afslöppunar- og skemmtiferð í Biskupstungur

Ferðaþjónustan Úthlíð hefur skipulagt afslöppunar- og skemmtiferð sem er tilvalin fyrir alla þá sem vilja komast út úr daglegu rútínunni og gera eitthvað nýtt. Dagskrá: Þriðjudagur:
Komið að Úthlíð kl. 15.30 á þriðjudegi – tekið á móti gestum með góðu kaffi.

Lyklaafhending og gestir koma sér fyrir í bústöðum.
kl. 20.00 – kvöldverður
Kvöldvaka: Sagt frá lífi og starfi í Biskupstungum

Miðvikudagur:
Kl. 10.00 - Morgunverður
Kl. 11.00 – gönguferð um Skyggnisskóg og næsta nágrenni
Kl. 13.00 – hádegisverður
Kl. 14.00 – helgistund í Úthlíðarkirkju
Kl. 15.00 – kirkjukaffi í boði kirkjunnar
Slökun eftir kaffi – t.d. farið í heitapottinn.
Kl. 20.00 – kvöldverður í Réttinni
Kvöldvaka: Erindi – Ketilbjarnarfjölskyldan og búsetusaga hennar í Biskupstungum næstu 300 ár – jafnvel til þessa dags.

Fimmtudagur:
Kl. 10.00 – morgunverður
Farið í göngutúr um nágrennið, heilsað upp á sauðfé og hross – hægt að fara á hestbak.
Kl. 13.00 – hádegisverður
Rútuferð um Biskupstungur – farið að Geysi, Gullfossi, Bræðratungu, Hvítárbrúin nýja skoðuð, farið að Skálholti, komið við í gróðrastöð í Reykholti. Kaffi á Kaffi Kletti.
Kl. 20.00 – kvöldverður í Réttinni
Kvöldvaka: farið með gamanmál, Úthlíðarbændur taka lagið. Opið hús og gestir velkomnir.

Föstudagur:
Kl. 10.00 morgunverður
Húsin kvödd
Kl. 12.00 hádegisverður og haldið heim á leið

Tilboð gildir dagana:2. 9. 16. 23. mars 6. og 13. apríl. 

Verð: 24.900 kr. á mann

Hægt er að skoða gistihúsin á vefsíðu Úthlíðar
Nánari upplýsingar á www.uthlid.is eða í síma 6995500 / 8940610


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband