Páskadagskráin 2015

Hlaupafjölskylda í píslarhlaupinuPáskadagskráin 2015 er með mjög hefðbundnum hætti.

Píslarhlaup á föstudaginn langa Páskabingó á laugardag Páskamessa Úthlíðarkirkju á páskadag kl. 16.00

Skoðið nánar og takið þátt í skemmtilegri dagskrá.
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

 

 

 

FIMMTUDAGUR 2. apríl SKÍRDAGUR Opið í Réttinni frá kl. 12 Opið í Hlíðarlaug Pottarnir opnir 12 - 16 Kaldur á barnum - veitingasalan opin, Rizzopizzur, góðgæti og gos í sjoppunni

FÖSTUDAGURINN LANGI 3. apríl Réttin opin frá kl. 11 Opið í Hlíðarlaug Pottarnir opnir 12 - 16

Píslarhlaup Frískra Flóamanna: Skráning í hlaupið í Réttinni frá kl. 12.00 Sameinast í bíla og ekið að Geysi. (Tímataka) 10 km hlaup frá Geysi. Ræsing frá rásmarkinu við Geysi kl. 13.30 og hlaupið heim í Úthlíð. 5 km hlaup frá Múla. Ræsing frá Múla kl. 13.30. Kraftganga 5 km ganga frá Múla. Heitur pottur súpa og brauð eftir hlaup. Verð 2000 kr. súpa og brauð innifalið í verðinu. Sjá einnig á www.hlaup.is

LAUGARDAGUR 4. apríl Réttin opin frá kl. 11 Opið í Hlíðarlaug Pottarnir opnir 12 - 16 Kl. 11.00 Kynningarfundur Golfklúbbs Úthlíðar í Réttinni Farið yfir sumarstarfið Páskabingó 2015
kl 14.00 Mikið úrval af skemmtilegum vinningum og að sjálfsögðu fullt af páskaeggjum. Kaldur á barnum - veitingasalan opin, góðgæti og gos í sjoppunni
kl. 22.00 Kvöldvaka í Réttinni laugardagskvöld, nánar auglýst síðar.
Rétt væri að fara í Réttina
rétt væri að taka lagið
Komum saman í Réttinni, tökum lagið og höfum gaman.
Opið til miðnættis.

PÁSKADAGUR 5. apríl
Úthlíðarkirkja: Páskamessa í Úthlíðarkirkju kl. 16.00
Prestur sr. Egill Hallgrímsson
Organisti: Jón Bjarnason
Messukaffi í Réttinni að lokinni athöfn í kirkjunni.
 
ANNAR Í PÁSKUM 6. apríl  Réttin lokuð Fermingarmessa í kirkjunni og fermingarveisla í Réttinni að lokinni messu
Pottar lokaðir - ath. Afgreiðsla verður í Hlíðalaug þennan dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband