Þriggja daga hestaferð um ósnortna náttúru Suðurlands

BruararskordFerðaþjópnustan Úthlíð býður sumarið 2010 skemmtilegar 3 daga hestaferðir frá Úthlíð að Hagavatni og Langjökli. Leiðin er mjög fjölbreytt þar sem ferðast er um ægifagurt öræfalandslag, en einnig fetað á gömlum þingmannaleiðum svo sem Eyfirðingavegi, er lá um Hellisskarð til Þingvalla.

Miðum við að lágmarki 8 í ferð en einnig er möguleiki að skipuleggja ferðir með færra fólki.

Ferðatilhögun:

hognhofdinn1. dagur – Mæting í Úthlíð kl. 10.00
Hestarnir teknir og þátttakendur kynnast hestunum í reiðgerði með reiðkennara sem er fararstjóri í ferðinni.
Hádegisverður
Kl. 13.00 lagt af stað frá Úthlíð og riðið að Mosaskarðsskála, 25 km.
Nesti snætt á leiðinni
Kvöldverður og kvöldvaka að íslenskum sveitasið.

hestar2. dagur – morgunverður í skálanum
Riðið að Hagavatni og áfram meðfram vatninu allt að Nýjafossi, útfalli Hagavatns. Síðan er riðið niður með Leyifossi og Brekknfjöllum og að Mosaskarði þar sem gist er aðra nótt. Hér er fögur útsýn á Langjökul og Jarlhettur og margt áhugvert ber fyrir augu.
Nesti verður snætt á hádegi
Komið í skála um kl. 16.00 – kaffi og afslöppun.
Grillveisla um kvöldið og lagið tekið.

Bruararskord-skal3. dagur – morgunhressing í skálanum
haldið til byggða og farið meðfram Lambahrauni, Kálfstindi og Högnhöfða að Brúará, með viðkomu í Hellisskarði og Brúarárskörðum, endað í Úthlíð. Hér er lengst af farið eftir grónum og mjúkum reiðgötum. Leiðin kallast Eyfirðingaleið. Nesti verður snætt á hádegi og síðdegishressing í Brúarárskörðum.
Endað í pottunum í sundlauginni í Úthlíð og með málsverði í veitingahúsinu Réttinni.

Ferðafólk heldur heim á leið.

Innifalið í pakkanum: Fæði, fararstjórn, hestar, hjálmar, reiðtygi, og gisting.
Ekki innifalið: Gestir þurfa að hafa með sér reið- og hlífðarfatnað. 

Verð: 25.000 á dag - 3 daga fyrir þá sem koma beint í reiðtúrinn, 5 daga fyrir þá sem vilja gista í Úthíð.

Nánari upplýsingar og bókanir í síma 6995500 eða í tölvupósti uthlid@uthlid.is

Sjá myndband um ferðina hér:

http://www.youtube.com/watch?v=3nqHmWrkL0I


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband