Verslunarmannahelgin 2016

vardeldur
Sundlaug, hestaleiga, golfvöllur, minigolf, Réttin Grillbar
Næg tjaldstæði á svæðinu - en alllir bústaðir bókaðir
Laugardagur: 
krakkabingó, brenna, ball í Réttinni
Sunnudagur:
Barna- og unglingagolfmót
 
Hátíðahöldin um verslunarmannahelgina verða fjölskylduvæn og skemmtileg.
 
 
Skemmtidagskrá laugardag
 
kl. 14.00 - krakkabingó
Skemmtileg bingó með fullt af spennandi vinningum frá Úthlíð og samstarfsaðilum Úthlíðar.
Spjaldið kostar 500 kr.
 
Kl. 22.00 - varðeldur
Kveikt verður upp í varðeldinum undir brekkunni.
Óvæntar uppákommur í brekkunni
Réttin opin, lifandi tónlist og dansleikur fram á nótt.
Þeir sem vilja leggja þessum varðeldi lið eru hvattir til að taka til hjá sér, klippa tré og runna og koma með brennanlegt efni.
Vinsamlega ekki koma með plast eða annað eiturefni, einungis timbur, pappír og hrís.
 
Sunnudagur
Barna- og unglingagolfmót GÚ hefst kl. 17.00
Opið golfmót fyrir börn fædd 2001 eða síðar (grunnskólabörn).
Skráning á www.golf.is fyrir þá sem eru skráðir í golfklúbb.
Þeir sem ekki eru skráðir í golfklúbb þurfa að skrá sig með því að senda tölvupóst á uthlid@uthlid.is eða í síma 8916107 / 8444626.
Tilgreinið nafn og kennitölu barnsins.
 
 
Afgreiðslan er opin:
 
föstudagur:
Golfvöllur kl. 9:00 22:00
Réttin     kl. 10:00 20:00 
Hlíðarlaug kl. 12:00 - 20:00
Hestaleiga kl. 11:00 - 17:00 (betra að panta útreiðartúr með fyrirvara)
 
Laugardagur
Golfvöllur kl. 9:00 22:00
Réttin     kl. 10:00 fram á nótt - verslunarmannahelgarball í Réttinni klikkar ekki 
Hlíðarlaug kl. 12:00 - 20:00
Hestaleiga kl. 11:00 - 17:00 (betra að panta útreiðartúr með fyrirvara)
 
Sunnudagur
Golfvöllur kl. 9:00 22:00
Réttin     kl. 10:00 20:00 
Hlíðarlaug kl. 12:00 - 20:00
Hestaleiga kl. 11:00 - 17:00 (betra að panta útreiðartúr með fyrirvara)

Meistaramótið 15. - 16. Júlí

bjossiHápunktur golfsumarsins er jafnan meistaramótið.
Meistaramót GÚ 2016 fer fram á Úthlíðarvelli föstudaginn 15. og laugardaginn 16. júlí n.k. Mótið er eingöngu fyrir félaga í GÚ (aðalfélaga eða aukafélaga).
Leikinn er höggleikur án forgjafar (2*18 holur) og keppt er í 10 flokkum

Fylgist með GÚ á Facebook:
https://www.facebook.com/golfklubburinnuthlid/

Skráning í meistaramótið fer fram á www.golf.is

Réttin er opin alla daga vikunnar frá kl. 10 árdegis til kl. 20 - þegar það er EM leikur er opið lengur.
Öll þjónusta er afgreidd frá Réttinni, gas, góðgæti og fleira er selt þar. Við getum bjargað flestu því sem gestir þurfa - spyrjið starfsfólk ef þið sjáið ekki vöruna sem þið þurfið.

Hlíðarlaug verður opin kl. 16.00 - 20 alla virka daga og lengur um helgar ef það er gott veður. Leitið til starfsfólks til að fá upplýsingar.

Síminn okkar er 6995500 og við erum á FB https://www.facebook.com/UthlidFerdathjonusta/


10 ára afmæli Úthlíðarkirkju

Sunnudaginn 10. júlí verður þess minnst að 10 uthlidarkirkjaár eru liðin frá vígslu Úthlíðarkirkju. Guðþjónusta: kl. 14.00
Prestur: sr. Egill Hallgrímsson
Einsöngur: Jóhann Friðgeir Valdimarsson
Undirleikur: Jónas Þórir 
Söngsveinar Úthlíðarkirkju leiða almennan kórsöng.

 

Kirkjukaffi í Réttinni
Að lokinni guðsþjónustu verður samkoma í Réttinni með stuttu erindi sem Örn Erlendsson flytur og söngs.

Jóhann Friðgeir syngur einsöng og syngur með gestum Jónas Þórir spilar undir.

Fylgið okkur á Facebook:
https://www.facebook.com/UthlidFerdathjonusta


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband